Innlent

Sigurinn kom á óvart

Kristinn Örn Jóhannesson var kjörinn formaður VR í dag.
Kristinn Örn Jóhannesson var kjörinn formaður VR í dag.
Kristinn Örn Jóhannesson var kjörinn formaður VR í dag og felldi þar með Gunnar Pál Pálsson af formannsstóli. Kristinn boðar breyttar áherslur hjá félaginu.

Það eru um 25 þúsund manns í Verkalýðsfélagi Reykjavíkur en um 6700 þeirra tóku þátt í kosningunum.

Kristinn Örn Jóhannsson sem er vaktsjóri hjá Primera flugfélaginu hlaut 41,9% atkvæða, Lúðvík Lúðvíksson hlaut 30% og Gunnar Páll Pálsson sitjandi formaður hlaut 28%.

Talsveraðar deilur hafa staðið um VR undanfarna mánuði ekki síst vegna starfa Gunnars Páls í stjórn Kaupþings en þar kom hann að ýmsum umdeildum ákvörðunun meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar um að fella niður sjálfsábyrgðir af lánum til starfsmanna Bankans.

Hin nýkjörni formaður segir að hann hafi átt von á því að þessi mál myndu reynast Gunnari erfið í kosningunum. Hann segist hins vegar ekki hafa átt von á sigri. ,,Ég verð að viðurkenna að þetta kom mér á óvart."

Kristinn segir að í niðurstöðum kosninganna felist sterk skilaboð bæði til sín og nýrrar stjórnar VR. Nýi formaðurinn boðar áherslubreytingar hjá VR.

Gunnar Páll Pálsson sitjandi formaður VR vildi koma í viðtal en í samtali við fréttastofu sagði hann niðurstöðuna vonbrigði og að kosningabaráttan hafi verið hörð og á köflum óvægin í sinn garð.


Tengdar fréttir

Gunnar Páll: Neðsta sætið vonbrigði

„Maður verður að taka þessari niðurstöðu, þetta búinn að vera hörð barátta," segir Gunnar Páll Pálsson sem tapaði í kosningu um formann VR. Hann hefur starfað sem formaður nú í nokkurn tíma.

Kristinn nýr formaður VR

Kristinn Örn Jóhannesson, vaktstjóri í flugrekstrareftirliti, sigraði í formannskjöri VR. Hann hlaut 41,9% atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×