Fótbolti

Monaco og Lyon skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chu-Young Park fagnar marki sínu í kvöld.
Chu-Young Park fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP

Monaco og Lyon skildu í kvöld jöfn, 1-1, í frönsku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Monaco.

Michel Bastos kom Lyon yfir á 21. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Chu-Young Park jafnaði svo metin þrettán mínútu síðar og urðu það úrslit leiksins.

Lyon er í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Bordeaux. Monaco er í þrettánda sæti með 25 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×