Íslenski boltinn

Halldór aftur í Þrótt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Arnar í búningi Þróttar eftir undirskriftina.
Halldór Arnar í búningi Þróttar eftir undirskriftina. Mynd/Heimasíða Þróttar

Þrótturum hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í 1. deild karla í knattspyrnu er Halldór Hilmisson gekk aftur í raðir liðsins.

Halldór lék með Þrótturum í fimm ár áður en hann fór í Fylki árið 2006. Þar hefur hann ætið gegnt lykilhlutverki og lék á þeim þremur árum sem hann var í Árbænum 68 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim tólf mörk.

Halldór hefur einnig leikið með Val, Fram og FH á ferlinum. Hann gerði tveggja ára samning til Þrótt en þjálfari liðsins er Páll Einarsson sem var aðstoðarmaður Ólafs Þórðarsonar hjá Fylki í sumar.

Halldór er 32 ára gamall og hefur á ferlinum leikið 121 leik í efstu deild og skorað í þeim þrettán mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×