Grétar Rafn: Lékum einfaldlega fanta vel Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. september 2009 22:21 Grétar Rafn Steinsson Mynd/Daníel Grétar Rafn Steinsson var mjög ánægður með spilamennsku Íslands gegn Noregi í kvöld en eins og sagði góðan undirbúning hafa skipt sköpum. "Ég hef spilað marga landsleiki en liðið spilaði gríðarlega vel. Við lékum eins og við ætluðum að gera, það kom okkur ekkert á óvart. Við komum mjög vel undirbúnir til leiks," sagði Grétar Rafn skömmu eftir leikinn. "Það er mikil breyting á undirbúningi. Ég vil að allt sé klárt og ekkert komi okkur á óvart. Við lékum einfaldlega fanta vel. Menn héldu boltanum og þegar við misstum boltann var alltaf einhver hugmynd á bakvið aðgerðirnar. Frá öftustu línu og til framherja gerðum við nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Þetta var besti landsleikur Íslands í háa herrans tíð." "Við hefðum getað sett fullt af mörkum. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu erum við að ógna markinu þeirra og eftir markið þeirra höldum við áfram eins og ekkert hefði gerst. Mér fannst þetta í okkar hendi allan tímann og ég hafði bullandi trú. Það var mikill kraftur í liðinu. Við höfum oft varist vel en þá hefur vantað kraftinn til að komast fram. Núna fannst mér leikmenn gefa allt í þetta. Það voru ekki margir áhorfendur en þeir sem mættu létu svo sannarlega heyra í sér þegar þeir sáu hvað liðið var að gefa af sér. Það fannst mér gaman og maður fékk stundum gæsahúð. Það var virkilega gaman að spila þennan landsleik. Menn voru virkilega að reyna að leggja Norðmenn að velli." "Við vörðumst eins og lið. Þeir léku upp á sinn styrkleika og dældu boltanum fram en við tókum boltann niður, spiluðum honum, fórum vel upp kantana og miðjuna og það gekk einfaldlega allt upp." "Norðmenn voru aðeins til baka en þegar miðjumennirnir okkar fá boltann er mikil hreyfing á liðinu. Það vildu allir fá boltann, voru ákveðnir og grimmir og létu menn heyra það ef þeir fengu ekki boltann. Miðjan var frábær og Heiðar var frábær. Það hefur sýnt sig frá Noregsleiknum úti hvað við höfum saknað hans mikið. Við áttum að vinna þennan leik örugglega." Rúrik Gíslason lék fyrir fram Grétar í fyrsta sinn í byrjunarliði og sá Grétar ástæðu til að hrósa hinum unga og efnilega leikmanni sem lék mjög vel í kvöld. "Rúrik var mjög góður. Hann hefur lengi verið efnilegur. Það var virkilega gaman að fá hann inn. Hann er ekki með neina stæla og hlustar þegar það er talað við hann ólíkt mörgum ungum leikmönnum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Hann hlustar og hlýðir. Ef hann heldur þessu áfram á hann eftir að ná langt. Það var líka virkilega gott að spila með kantmann fyrir framan sig. Við höfum oft verið með bakverði og miðjumenn á hægri kantinum sem hefur ekki alltaf gengið." "Við fáum fullt af færum og það er svekkjandi að hafa ekki klárað leikinn því að á æfingu hefðu 90% af þessum boltum endað í markinu. Svona er fótboltinn." "Við áttum að vinna þennan leik og leikinn úti. Skotaleikirnir eru algjör synd. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Hollendingar taka okkur í einum hálfleik en að öðru leyti látum við ekkert lið fíflast með okkur. Í dag fannst mér krafturinn fram á við og hugmyndafræðin vera munurinn frá öðrum leikjum." "Við þurfum að leika fleiri svona leiki, það þýðir ekki að hrósa sér eftir þennan leik og ná svo ekki að fylgja honum eftir," sagði Grétar að lokum. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson var mjög ánægður með spilamennsku Íslands gegn Noregi í kvöld en eins og sagði góðan undirbúning hafa skipt sköpum. "Ég hef spilað marga landsleiki en liðið spilaði gríðarlega vel. Við lékum eins og við ætluðum að gera, það kom okkur ekkert á óvart. Við komum mjög vel undirbúnir til leiks," sagði Grétar Rafn skömmu eftir leikinn. "Það er mikil breyting á undirbúningi. Ég vil að allt sé klárt og ekkert komi okkur á óvart. Við lékum einfaldlega fanta vel. Menn héldu boltanum og þegar við misstum boltann var alltaf einhver hugmynd á bakvið aðgerðirnar. Frá öftustu línu og til framherja gerðum við nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Þetta var besti landsleikur Íslands í háa herrans tíð." "Við hefðum getað sett fullt af mörkum. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu erum við að ógna markinu þeirra og eftir markið þeirra höldum við áfram eins og ekkert hefði gerst. Mér fannst þetta í okkar hendi allan tímann og ég hafði bullandi trú. Það var mikill kraftur í liðinu. Við höfum oft varist vel en þá hefur vantað kraftinn til að komast fram. Núna fannst mér leikmenn gefa allt í þetta. Það voru ekki margir áhorfendur en þeir sem mættu létu svo sannarlega heyra í sér þegar þeir sáu hvað liðið var að gefa af sér. Það fannst mér gaman og maður fékk stundum gæsahúð. Það var virkilega gaman að spila þennan landsleik. Menn voru virkilega að reyna að leggja Norðmenn að velli." "Við vörðumst eins og lið. Þeir léku upp á sinn styrkleika og dældu boltanum fram en við tókum boltann niður, spiluðum honum, fórum vel upp kantana og miðjuna og það gekk einfaldlega allt upp." "Norðmenn voru aðeins til baka en þegar miðjumennirnir okkar fá boltann er mikil hreyfing á liðinu. Það vildu allir fá boltann, voru ákveðnir og grimmir og létu menn heyra það ef þeir fengu ekki boltann. Miðjan var frábær og Heiðar var frábær. Það hefur sýnt sig frá Noregsleiknum úti hvað við höfum saknað hans mikið. Við áttum að vinna þennan leik örugglega." Rúrik Gíslason lék fyrir fram Grétar í fyrsta sinn í byrjunarliði og sá Grétar ástæðu til að hrósa hinum unga og efnilega leikmanni sem lék mjög vel í kvöld. "Rúrik var mjög góður. Hann hefur lengi verið efnilegur. Það var virkilega gaman að fá hann inn. Hann er ekki með neina stæla og hlustar þegar það er talað við hann ólíkt mörgum ungum leikmönnum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Hann hlustar og hlýðir. Ef hann heldur þessu áfram á hann eftir að ná langt. Það var líka virkilega gott að spila með kantmann fyrir framan sig. Við höfum oft verið með bakverði og miðjumenn á hægri kantinum sem hefur ekki alltaf gengið." "Við fáum fullt af færum og það er svekkjandi að hafa ekki klárað leikinn því að á æfingu hefðu 90% af þessum boltum endað í markinu. Svona er fótboltinn." "Við áttum að vinna þennan leik og leikinn úti. Skotaleikirnir eru algjör synd. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Hollendingar taka okkur í einum hálfleik en að öðru leyti látum við ekkert lið fíflast með okkur. Í dag fannst mér krafturinn fram á við og hugmyndafræðin vera munurinn frá öðrum leikjum." "Við þurfum að leika fleiri svona leiki, það þýðir ekki að hrósa sér eftir þennan leik og ná svo ekki að fylgja honum eftir," sagði Grétar að lokum.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45