Grétar Rafn: Lékum einfaldlega fanta vel Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. september 2009 22:21 Grétar Rafn Steinsson Mynd/Daníel Grétar Rafn Steinsson var mjög ánægður með spilamennsku Íslands gegn Noregi í kvöld en eins og sagði góðan undirbúning hafa skipt sköpum. "Ég hef spilað marga landsleiki en liðið spilaði gríðarlega vel. Við lékum eins og við ætluðum að gera, það kom okkur ekkert á óvart. Við komum mjög vel undirbúnir til leiks," sagði Grétar Rafn skömmu eftir leikinn. "Það er mikil breyting á undirbúningi. Ég vil að allt sé klárt og ekkert komi okkur á óvart. Við lékum einfaldlega fanta vel. Menn héldu boltanum og þegar við misstum boltann var alltaf einhver hugmynd á bakvið aðgerðirnar. Frá öftustu línu og til framherja gerðum við nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Þetta var besti landsleikur Íslands í háa herrans tíð." "Við hefðum getað sett fullt af mörkum. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu erum við að ógna markinu þeirra og eftir markið þeirra höldum við áfram eins og ekkert hefði gerst. Mér fannst þetta í okkar hendi allan tímann og ég hafði bullandi trú. Það var mikill kraftur í liðinu. Við höfum oft varist vel en þá hefur vantað kraftinn til að komast fram. Núna fannst mér leikmenn gefa allt í þetta. Það voru ekki margir áhorfendur en þeir sem mættu létu svo sannarlega heyra í sér þegar þeir sáu hvað liðið var að gefa af sér. Það fannst mér gaman og maður fékk stundum gæsahúð. Það var virkilega gaman að spila þennan landsleik. Menn voru virkilega að reyna að leggja Norðmenn að velli." "Við vörðumst eins og lið. Þeir léku upp á sinn styrkleika og dældu boltanum fram en við tókum boltann niður, spiluðum honum, fórum vel upp kantana og miðjuna og það gekk einfaldlega allt upp." "Norðmenn voru aðeins til baka en þegar miðjumennirnir okkar fá boltann er mikil hreyfing á liðinu. Það vildu allir fá boltann, voru ákveðnir og grimmir og létu menn heyra það ef þeir fengu ekki boltann. Miðjan var frábær og Heiðar var frábær. Það hefur sýnt sig frá Noregsleiknum úti hvað við höfum saknað hans mikið. Við áttum að vinna þennan leik örugglega." Rúrik Gíslason lék fyrir fram Grétar í fyrsta sinn í byrjunarliði og sá Grétar ástæðu til að hrósa hinum unga og efnilega leikmanni sem lék mjög vel í kvöld. "Rúrik var mjög góður. Hann hefur lengi verið efnilegur. Það var virkilega gaman að fá hann inn. Hann er ekki með neina stæla og hlustar þegar það er talað við hann ólíkt mörgum ungum leikmönnum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Hann hlustar og hlýðir. Ef hann heldur þessu áfram á hann eftir að ná langt. Það var líka virkilega gott að spila með kantmann fyrir framan sig. Við höfum oft verið með bakverði og miðjumenn á hægri kantinum sem hefur ekki alltaf gengið." "Við fáum fullt af færum og það er svekkjandi að hafa ekki klárað leikinn því að á æfingu hefðu 90% af þessum boltum endað í markinu. Svona er fótboltinn." "Við áttum að vinna þennan leik og leikinn úti. Skotaleikirnir eru algjör synd. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Hollendingar taka okkur í einum hálfleik en að öðru leyti látum við ekkert lið fíflast með okkur. Í dag fannst mér krafturinn fram á við og hugmyndafræðin vera munurinn frá öðrum leikjum." "Við þurfum að leika fleiri svona leiki, það þýðir ekki að hrósa sér eftir þennan leik og ná svo ekki að fylgja honum eftir," sagði Grétar að lokum. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson var mjög ánægður með spilamennsku Íslands gegn Noregi í kvöld en eins og sagði góðan undirbúning hafa skipt sköpum. "Ég hef spilað marga landsleiki en liðið spilaði gríðarlega vel. Við lékum eins og við ætluðum að gera, það kom okkur ekkert á óvart. Við komum mjög vel undirbúnir til leiks," sagði Grétar Rafn skömmu eftir leikinn. "Það er mikil breyting á undirbúningi. Ég vil að allt sé klárt og ekkert komi okkur á óvart. Við lékum einfaldlega fanta vel. Menn héldu boltanum og þegar við misstum boltann var alltaf einhver hugmynd á bakvið aðgerðirnar. Frá öftustu línu og til framherja gerðum við nákvæmlega það sem við ætluðum að gera. Þetta var besti landsleikur Íslands í háa herrans tíð." "Við hefðum getað sett fullt af mörkum. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu erum við að ógna markinu þeirra og eftir markið þeirra höldum við áfram eins og ekkert hefði gerst. Mér fannst þetta í okkar hendi allan tímann og ég hafði bullandi trú. Það var mikill kraftur í liðinu. Við höfum oft varist vel en þá hefur vantað kraftinn til að komast fram. Núna fannst mér leikmenn gefa allt í þetta. Það voru ekki margir áhorfendur en þeir sem mættu létu svo sannarlega heyra í sér þegar þeir sáu hvað liðið var að gefa af sér. Það fannst mér gaman og maður fékk stundum gæsahúð. Það var virkilega gaman að spila þennan landsleik. Menn voru virkilega að reyna að leggja Norðmenn að velli." "Við vörðumst eins og lið. Þeir léku upp á sinn styrkleika og dældu boltanum fram en við tókum boltann niður, spiluðum honum, fórum vel upp kantana og miðjuna og það gekk einfaldlega allt upp." "Norðmenn voru aðeins til baka en þegar miðjumennirnir okkar fá boltann er mikil hreyfing á liðinu. Það vildu allir fá boltann, voru ákveðnir og grimmir og létu menn heyra það ef þeir fengu ekki boltann. Miðjan var frábær og Heiðar var frábær. Það hefur sýnt sig frá Noregsleiknum úti hvað við höfum saknað hans mikið. Við áttum að vinna þennan leik örugglega." Rúrik Gíslason lék fyrir fram Grétar í fyrsta sinn í byrjunarliði og sá Grétar ástæðu til að hrósa hinum unga og efnilega leikmanni sem lék mjög vel í kvöld. "Rúrik var mjög góður. Hann hefur lengi verið efnilegur. Það var virkilega gaman að fá hann inn. Hann er ekki með neina stæla og hlustar þegar það er talað við hann ólíkt mörgum ungum leikmönnum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina. Hann hlustar og hlýðir. Ef hann heldur þessu áfram á hann eftir að ná langt. Það var líka virkilega gott að spila með kantmann fyrir framan sig. Við höfum oft verið með bakverði og miðjumenn á hægri kantinum sem hefur ekki alltaf gengið." "Við fáum fullt af færum og það er svekkjandi að hafa ekki klárað leikinn því að á æfingu hefðu 90% af þessum boltum endað í markinu. Svona er fótboltinn." "Við áttum að vinna þennan leik og leikinn úti. Skotaleikirnir eru algjör synd. Það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Hollendingar taka okkur í einum hálfleik en að öðru leyti látum við ekkert lið fíflast með okkur. Í dag fannst mér krafturinn fram á við og hugmyndafræðin vera munurinn frá öðrum leikjum." "Við þurfum að leika fleiri svona leiki, það þýðir ekki að hrósa sér eftir þennan leik og ná svo ekki að fylgja honum eftir," sagði Grétar að lokum.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45