Innlent

Endurskoðandi Kópavogs rannsakar ekki mál Gunnars bæjarstjóra

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í dag að endurskoðandi bæjarins fari ekki með rannsókn á um 50 milljóna króna greiðslum til fyrirtækis í eigu dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Endurskoðendafyrirtækið Deloitte mun því rannsaka málið.

Útgáfufélagið Frjáls miðlun í eigu Brynhildar Gunnarsdóttur hefur á síðustu níu árum fengið rúma 51 milljón króna frá Kópavogsbæ fyrir ýmis konar verkefnavinnu fyrir bæjarfélagið, meðal annars fyrir ársskýrslur, kynningarefni, bæklinga og önnur verkefni. Þegar upphæðinni er jafnað niður á mánuði hefur dóttir bæjarstjórans þegið rúmlega 450 þúsund krónur í laun með virðisaukaskatti á mánuði í níu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×