Innlent

Lögguníðingur löngu kominn

Karlmaðurinn sem hefur verið í endurkomubanni í fimm ár, eftir árás á tvo lögreglumenn á Laugavegi á síðasta ári, hafði dvalið hér svo mánuðum skipti áður en lögregla handtók hann.

Samkvæmt ákæru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna rofs á endurkomubanninu, kom maðurinn hingað í apríl. Hann var handtekinn í lok september við Sæbraut í Reykjavík.

Auk brotsins á banninu var maðurinn ákærður fyrir að aka vestur Sæbrautina án ökuskírteinis og án þess að öryggisbúnaður fyrir barn væri notaður rétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×