Innlent

Tekjuháir fái ekki barnabætur

Ágúst Ólafur Ágústsson, fráfarandi þingmaður, er formaður nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum.
Ágúst Ólafur Ágústsson, fráfarandi þingmaður, er formaður nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum.
Róttækar breytingar verða á opinberum greiðslum til barnafjölskyldna nái tillögur sem nefnd um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum kynnti í dag nær fram að ganga. Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður nefndarinnar, segir að nýja kerfi myndi bæta stöðu lágtekjufólks og millitekjufólks.

Nefndin vill taka upp sérstakar barnatryggingar en leggja þess í stað niður barnabætur, barnalífeyri, mæðra- og feðralaun og aðrar greiðslur hins opinbera til barnafjölskyldna.

Ágúst Ólafur segir að markmiðið með tillögunum sé að útrýma fátæk barnafjölskyldna. Barnatryggingar muni aukast til mun til þeirra einstaklinga sem hvað mesta þurfa á þeim halda. Þar á hann meðal annars við atvinnulausa, lágtekjufólk og barnmargar fjölskyldur.



Tekjuháir hætta að fá barnabætur


Ágúst Ólafur segir að heildarkostnaðurinn við kerfisbreytinguna verði sá hinn sami og í núgildandi kerfi. Nefndin leggi til að fólk með háar eða frekar háar tekjur hætti að fá barnabætur svo meira verði til ráðstöfunar fyrir þá sem neðar eru í tekjustiganum.

„Með þessu verður kerfið bæði réttlátara og skynsamlegra út frá þeirri stöðu sem þjóðarbúið er í. Hagur barnafjölskyldna mun almennt vænkast til muna. Sem dæmi mun einstætt foreldri með um 250.000 krónur í laun og tvö börn fá um 64.000 krónur á mánuði í barnatryggingu."

Framsæknar tillögur í sifjamálum

Tillögur nefndarinnar í sifjamálum er ekki síður framsæknar, að mati Ágústs Ólafs. Lagt er til að hin svokallaða dómaraheimild verði lögfest en þá gætu dómstólar dæmt sameiginlega forsjá en þeir geta það ekki núna.

„Maður sem telji sig vera föður barns mun geta höfðað ógildingar eða vefengingarmál þegar um feðrað barn er að ræða en það er ekki hægt núna."

Þá eru lagðar til ýmsar breytingar á fræðslumálum og umgengismálum. „Með þessu værum við að stíga stór skref í átt að jafnrétti og tryggja að hagsmunir barnsins séu alltaf í öndvegi," segir Ágúst Ólafur og bætir við að Íslendingar hafi verið eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að mörgu í barnarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×