Innlent

Kostnaður falli á þrotabúin

Gunnar Þ. Andersen
Gunnar Þ. Andersen

Verið er að kanna hvort hægt verði að fella kostnað við skilanefndir fjármálafyrirtækja á þrotabúin, í stað þess að hluti kostnaðarins falli á Fjármálaeftirlitið (FME), segir Gunnar Þ. Andersen, forstjóri eftirlitsins.

Upphaflega stóð til að kostnaður við skilanefndir fjármálafyrirtækja í greiðslustöðvun félli á FME. Um miðjan apríl samþykkti Alþingi hins vegar að fella kostnaðinn beint á þrotabúin, eins og tíðkast með fyrirtæki sem tekin eru til gjaldþrotaskipta.

Kostnaður við nefndirnar fram að lagabreytingu, sem að óbreyttu fellur á FME, er um 360 milljónir króna, segir Gunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×