Íslenski boltinn

Arnar orðinn leikmaður Vals - Bjarki líklega eftir helgi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir.

Valsmenn hafa sent frá sér fréttatilkynningu en Arnar Gunnlaugsson er orðinn leikmaður liðsins. Bjarki bróðir hans mun svo væntanlega vera orðinn formlega leikmaður Vals eftir helgi.

„Ég bað um aðeins lengri frest því ég vill fullvissa mig um að ég sé í fínu standi. Ég ætla í skoðun og ef hún gengur vel þá verður þetta orðið klárt á þriðjudag eða miðvikudag," sagði Bjarki við Vísi en hann hefur einnig náð samkomulagi við Hlíðarendaliðið.

Arnar og Bjarki hættu á miðvikudag sem spilandi þjálfarar Skagaliðsins en þeir léku átta leiki hvor í 1. deildinni þetta sumarið.

Valur mætir Fylki á mánudag og Fjölni næsta fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×