Umfjöllun: Keflvíkingar sigruðu Fjölni örugglega Andri Ólafsson skrifar 21. júní 2009 00:01 Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis. Mynd/Daníel Keflvíkingar unnu Fjölnismenn örugglega, með þremur mörkum gegn einu á heimavelli sínum í Keflavík í dag. Þó að Fjölnismenn hafi átt fyrsta færi leiksins tóku Keflvíkingar snemma öll völd á heimavelli sínum í dag. Símun Samuelsen var skapandi á miðjunni og átti margar góðar sendingar á framherja Keflavíkur. Fyrsta markið datt svo inn á 12. mínútu. Hörður Sveinsson hirti knöttinn af kærulausum bakverði Fjölnismanna og sendi hann fyrir þar sem Magnús Þórir Matthíasson var mættur til að skalla hann í stöngina og inn. Ekki leið á löngu áður en Keflvíkingar voru búnir að bæta öðru marki við. Símun sendi knöttinn í áttina að Herði Sveinssyni sem gabbaði varnarmenn Fjölnis með því að láta boltann fara. Magnús Sverrir Þorsteinsson komst þannig einn í gegn og sendi boltann auðveldlega í markið. Eftir þetta slökuðu Keflvíkingar örlítið á. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu að setja mark í leikinn en uppskáru ekki mikið meira en nokkur hálffæri. Á 81. mínútu gerðu Keflvíkingar svo út um leikinn með einu af fallegri mörkum sumarsins til þessa. Þeir unnu boltann djúpt á eigin vallarhelmingi og sóttu hratt fram á fjórum mönnum. Boltinn gekk hratt manna á milli þar til Simun sendi hann á Hauk Inga Guðnason sem var nýkominn inn á. Haukur Ingi fékk boltann með bakið í markið en hann snéri laglega á varnarmann Fjölnismanna og setti hann í netið. Fjölnismenn fengu mark í sárabót skömmu síðar en markvörður Keflvíkinga hafði þá reynt að kýla knöttinn í burtu en það heppnaðist ekki betur en svo að hann kýldi leikmann FJölnis í andlitið í leiðinni. Eyjólfur Kristinsson, ágætur dómari leiksins, dæmdi víti sem Gunnar Már Guðmundsson kláraði örugglega. Fátt markvert gerðist eftir þetta og stuðningsmenn Keflvíkingar gengu því sáttir frá velli.Keflavík - Fjölnir 3-11-0 Magnús Þórir Matthíasson (12.) 2-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (20.) 3-0 Haukur Ingi Guðnason (81.) 3-1 Gunnar Már Guðmundsson, víti (86.) Sparisjóðsvöllur. Áhorfendur: 837.Dómari: Eyjólfur Kristinsson (7) Skot: 8-6Varin skot: Jacobsen 2 - Hrafn 4.Horn: 9-10Aukaspyrnur fengnar: 8- 7Rangstöður: 4-1 Keflavík (4-1-4-1):Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7 Alan Sutej 7 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Einar Orri Einarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Simun Eiler Samulesen 7 * Maður leiksins Magnús Þórir Matthíasson 6 (57. Jón Gunnar Eysteinsson 5) Nicolai Jörgensen 6 (71. Haukur Ingi Guðnason 6) Hörður Sveinsson 7 (82. Viktor Guðnason -) Fjölnir (4-4-2) Hrafn Davíðsson 5 Eyþór Atli Einarsson 5 Ragnar Heimir Guðnason 5 (45. Geir Kristinsson 5) Ásgeir Aron Ásgeirsson 6 Magnús Ingi Einarsson 5 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Vigfús Arnar Jósepsson 5 (74. Aron Jóhansson -) Heimir Snær Guðmundsson 5 ( 82. Ágúst Þór Ágústsson -) Tómas Leifsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 6 Jónas Grani Garðarsson 6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fjölnir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Keflvíkingar unnu Fjölnismenn örugglega, með þremur mörkum gegn einu á heimavelli sínum í Keflavík í dag. Þó að Fjölnismenn hafi átt fyrsta færi leiksins tóku Keflvíkingar snemma öll völd á heimavelli sínum í dag. Símun Samuelsen var skapandi á miðjunni og átti margar góðar sendingar á framherja Keflavíkur. Fyrsta markið datt svo inn á 12. mínútu. Hörður Sveinsson hirti knöttinn af kærulausum bakverði Fjölnismanna og sendi hann fyrir þar sem Magnús Þórir Matthíasson var mættur til að skalla hann í stöngina og inn. Ekki leið á löngu áður en Keflvíkingar voru búnir að bæta öðru marki við. Símun sendi knöttinn í áttina að Herði Sveinssyni sem gabbaði varnarmenn Fjölnis með því að láta boltann fara. Magnús Sverrir Þorsteinsson komst þannig einn í gegn og sendi boltann auðveldlega í markið. Eftir þetta slökuðu Keflvíkingar örlítið á. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu að setja mark í leikinn en uppskáru ekki mikið meira en nokkur hálffæri. Á 81. mínútu gerðu Keflvíkingar svo út um leikinn með einu af fallegri mörkum sumarsins til þessa. Þeir unnu boltann djúpt á eigin vallarhelmingi og sóttu hratt fram á fjórum mönnum. Boltinn gekk hratt manna á milli þar til Simun sendi hann á Hauk Inga Guðnason sem var nýkominn inn á. Haukur Ingi fékk boltann með bakið í markið en hann snéri laglega á varnarmann Fjölnismanna og setti hann í netið. Fjölnismenn fengu mark í sárabót skömmu síðar en markvörður Keflvíkinga hafði þá reynt að kýla knöttinn í burtu en það heppnaðist ekki betur en svo að hann kýldi leikmann FJölnis í andlitið í leiðinni. Eyjólfur Kristinsson, ágætur dómari leiksins, dæmdi víti sem Gunnar Már Guðmundsson kláraði örugglega. Fátt markvert gerðist eftir þetta og stuðningsmenn Keflvíkingar gengu því sáttir frá velli.Keflavík - Fjölnir 3-11-0 Magnús Þórir Matthíasson (12.) 2-0 Magnús Sverrir Þorsteinsson (20.) 3-0 Haukur Ingi Guðnason (81.) 3-1 Gunnar Már Guðmundsson, víti (86.) Sparisjóðsvöllur. Áhorfendur: 837.Dómari: Eyjólfur Kristinsson (7) Skot: 8-6Varin skot: Jacobsen 2 - Hrafn 4.Horn: 9-10Aukaspyrnur fengnar: 8- 7Rangstöður: 4-1 Keflavík (4-1-4-1):Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 7 Alan Sutej 7 Brynjar Örn Guðmundsson 6 Einar Orri Einarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6Simun Eiler Samulesen 7 * Maður leiksins Magnús Þórir Matthíasson 6 (57. Jón Gunnar Eysteinsson 5) Nicolai Jörgensen 6 (71. Haukur Ingi Guðnason 6) Hörður Sveinsson 7 (82. Viktor Guðnason -) Fjölnir (4-4-2) Hrafn Davíðsson 5 Eyþór Atli Einarsson 5 Ragnar Heimir Guðnason 5 (45. Geir Kristinsson 5) Ásgeir Aron Ásgeirsson 6 Magnús Ingi Einarsson 5 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Vigfús Arnar Jósepsson 5 (74. Aron Jóhansson -) Heimir Snær Guðmundsson 5 ( 82. Ágúst Þór Ágústsson -) Tómas Leifsson 7 Gunnar Már Guðmundsson 6 Jónas Grani Garðarsson 6 Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Fjölnir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira