Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson er enn úti í kuldanum hjá FH-ingum. Hann fékk aðeins að spila í tvær mínútur í kvöld.
Það vekur eðlilega athygli hversu lítið Tryggvi spilar og Vísir spurði Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, út í málið í kvöld.
„Tryggvi er mikilvægur hlekkur í þessu FH-liði. Við erum að fara í gegnum 5-6 vikur núna þar sem eru tvær leikir á viku. Við þurfum á öllum okkar hóp á halda í þessum verkefnum og Tryggvi er mikilvægur hlekkur í FH-liðinu," sagði Heimir en er eitthvað ósætti á milli hans og Tryggva?
„Nei, alls ekki. Við höfum talað saman og það er ekkert ósætti á milli okkar."