Erlent

Japanskeisari heimsækir Pearl Harbour

Akihito Japanskeisari.
Akihito Japanskeisari.
Japanskeisari mun að öllum líkindum heimsækja Pearl Harbour á Hawaii eyjum í sumar. Árás Japana á höfnina í desember árið 1941 kom Bandaríkjunum inn í síðari heimsstyrjöldina.

Enginn Japanskur stjórnmálamaður hvað þá meðlimur keisaraættarinnar hefur heimsótt Pearl Harbour áður. Í skyndilegri loftárás Japana á höfnina þann 7 desember árið 1941 féllu yfir 2.400 bandarískir hermenn.

Fjórum orrustuskipum var sökkt, fjörgur til viðbótar skemmd verulega auk þess sem fjölmörgum beitiskipum og tundurspillum var sökkt.  Auk þess voru 188 flugvélar eyðilagðar á jörðu niðri.

Það vildi Bandaríkjamönnum til happs að ekkert af flugmóðurskipum þeirra var í höfninni þennan dag, þau voru öll úti á sjó. Miðað við að Kyrrahafsstyrjöldin var fyrst og fremst háð með flugmóðurskipum var þetta einstakt lán.

Búist er við að Akihito keisari muni meðal annars heimsækja orrustuskipið Arizona sem var sökkt í árásinni. Það er grafhýsi þeirra úr áhöfninni sem með því fórust og eitt hjartfólgnasta stríðsminjamerki Bandaríkjanna.

Sú heimsókn verður sjálfsagt tilfinningaþrungin ekki síst vegna þess að það var faðir Akihitos sem sat á keisarastóli þegar árásin á Perl Harbour var gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×