Hallinn eykur þrýsting á aukinn niðurskurð 5. nóvember 2009 12:29 Mynd/Daníel Rúnarsson Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjármálaráðherra reikni með að staðgreiðsla skatta gæti farið í um 50 prósent á hæstu laun á næsta ári, en í dag er þetta hlutfall um 45 prósent. Þegar fjárlög þessa árs voru afgreidd var gert ráð fyrir 150 milljarða króna halla, en fljótlega var ljóst að hann stefndi mun hærra. Ríkisstjórnin greip þá til ýmissa aðgerða í sumar sem tryggja áttu ríkissjóði bætta afkomu upp á 20 milljarða króna. Nú stefnir hins vegar í 183 milljarða halla, þrátt fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda. Steingrímur segir að aðgerðirnar hafi ekki misheppnast. „Þær skila þér og þýða einfaldlega að hallinn verður sem þeim nemur minni. Frávikið skýrist af öðrum þáttum. Ég held að það undirstriki hversu nauðsynlegt það var að grípa strax í taumanna og hefja strax aðgerðir," sagði fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun bendir á að um 50 stofnanir ríkisins eyða umfram heimildir sínar sem veldur því að hallinn er að aukast um 30 milljarða króna á árinu. Fjármálaráðherra segir að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til aðgerða í sumar væri hallinn nú kominn yfir 200 milljarða. Spurður hvort taumhaldi á stofnunum hins opinbera sé of lítið svarar ráðherrann: „Auðvitað er þetta mjög erfitt þegar þarf að snúa við þróun sem var í gangi á veltiárunum þegar menn héldu að þeir væru svona afskaplega ríkir og voru að gefa í og fóru fram úr. Núna þarf að snúa öllu við og stefna í hina áttina." sagði Steingrímur og sagði merki um að það væri að takast. Það tæki hins vegar tíma að sigrast á agaleysi sem ríkt hefði í ríkisfjármálum. Og til að vinna gegn þessum halla þarf hinn almenni skattgreiðandi að leggja fram fórnir. Víst er að ekkert verður að hækkun persónuafsláttar um 2.000 krónur umfram verðlagsbreytingar eins og stefnt var að í stöðuleikasáttmálanum og ekki einu sinni víst að hann fylgi verðlagi. „Við ætlum að reyna að leita leiða til þess að ekki koma til skattahækkana á lægstu laun. Það er hinsvegar margar leiðir færar í þeim efnum. Útfærsluatriði sem að geta skipt máli í tekjulegi tilliti og líka hvernig skattbyrðin dreifist. Við getum ekki gefið nein loforðum um slíkt en við ætlum okkur að reyna að tryggja að lægstu laun komi sem best út úr þessu," sagði Steingrímur. Tengdar fréttir Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. Við sögðum frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjármálaráðherra reikni með að staðgreiðsla skatta gæti farið í um 50 prósent á hæstu laun á næsta ári, en í dag er þetta hlutfall um 45 prósent. Þegar fjárlög þessa árs voru afgreidd var gert ráð fyrir 150 milljarða króna halla, en fljótlega var ljóst að hann stefndi mun hærra. Ríkisstjórnin greip þá til ýmissa aðgerða í sumar sem tryggja áttu ríkissjóði bætta afkomu upp á 20 milljarða króna. Nú stefnir hins vegar í 183 milljarða halla, þrátt fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda. Steingrímur segir að aðgerðirnar hafi ekki misheppnast. „Þær skila þér og þýða einfaldlega að hallinn verður sem þeim nemur minni. Frávikið skýrist af öðrum þáttum. Ég held að það undirstriki hversu nauðsynlegt það var að grípa strax í taumanna og hefja strax aðgerðir," sagði fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun bendir á að um 50 stofnanir ríkisins eyða umfram heimildir sínar sem veldur því að hallinn er að aukast um 30 milljarða króna á árinu. Fjármálaráðherra segir að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til aðgerða í sumar væri hallinn nú kominn yfir 200 milljarða. Spurður hvort taumhaldi á stofnunum hins opinbera sé of lítið svarar ráðherrann: „Auðvitað er þetta mjög erfitt þegar þarf að snúa við þróun sem var í gangi á veltiárunum þegar menn héldu að þeir væru svona afskaplega ríkir og voru að gefa í og fóru fram úr. Núna þarf að snúa öllu við og stefna í hina áttina." sagði Steingrímur og sagði merki um að það væri að takast. Það tæki hins vegar tíma að sigrast á agaleysi sem ríkt hefði í ríkisfjármálum. Og til að vinna gegn þessum halla þarf hinn almenni skattgreiðandi að leggja fram fórnir. Víst er að ekkert verður að hækkun persónuafsláttar um 2.000 krónur umfram verðlagsbreytingar eins og stefnt var að í stöðuleikasáttmálanum og ekki einu sinni víst að hann fylgi verðlagi. „Við ætlum að reyna að leita leiða til þess að ekki koma til skattahækkana á lægstu laun. Það er hinsvegar margar leiðir færar í þeim efnum. Útfærsluatriði sem að geta skipt máli í tekjulegi tilliti og líka hvernig skattbyrðin dreifist. Við getum ekki gefið nein loforðum um slíkt en við ætlum okkur að reyna að tryggja að lægstu laun komi sem best út úr þessu," sagði Steingrímur.
Tengdar fréttir Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Staðgreiðsla allt að 50 prósent á næsta ári Staðgreiðsla skatta verður allt að 50 prósent á næsta ári. Fjármálaráðherra segir að hækka verði skatta meira nú en ella hefði þurft, ef fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki rústað skattkerfinu. 4. nóvember 2009 18:41
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent