Innlent

Borginni gert að greiða milljónir í bætur

Reykjavíkurborg þarf að greiða karlmanni rúmlega 55 milljónir auk dráttarvaxta í bætur eftir að framkvæmdir við söluskála í Reykjavík voru stöðvaðar eftir að ágreiningur um framkvæmdina kom upp við íbúa í ´nágrenninu. Áður hafði maðurinn fengið byggingarleyfi hjá borginni.

Maðurinn og Reykjavíkurborg komu sér saman um að stöðva framkvæmdirnar gegn því að borgin myndi útvega honum aðra sambærilega lóð til byggingar söluskála. Ekki náðist sátt um aðra lóð og aflaði maðurinn sé þá matsgerð þar sem metið var ætlað tjón hans vegna þess að af honum var tekin umrædd lóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×