Innlent

Stjórnarslit ólíkleg á næstu dögum

Innan stjórnarflokkanna er almennt talið að ríkisstjórnin sitji ekki út kjörtímabilið en ólíklegt er að breytingar verði á stjórnarsamstarfinu á allra næstu dögum, ekki hvað síst vegna afarkosta Vinstri grænna. Áhrifamenn innan Samfylkingarinnar vilja að kosið verði strax í vor.

Fullt var út úr dyrum á fundi samfylkingarfélagsins í Reykjavík í Þjóðleikhúskjallaranum í gær og ríkti einhugur um ályktun sem samþykkt var með lófataki í lok fundar.

Þrátt fyrir ríkan vilja til stjórnarslita innan flokksins virðast sem innan þingflokksins séu efasemdir um myndun nýrrar stjórnar á næstunni, aðallega vegna þeirrar andstöðu sem er innan Vinstri grænna við ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til, en þeir hafa m.a. boðað að láninu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði skilað.

Það er ljóst að samstarfsflokkurinn telur mikilvægt að samstarfið haldi svo tryggja megi aðgerðum ríkisstjórnarinnar framgang. Illugi Gunnarsson þingmaður segir líka afar brýnt að koma á ró í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×