Innlent

Jóhanna: Þingið þarf lengri tíma

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir alveg ljóst að þingið þarf lengri tíma en til 12. mars næstkomandi til þess að klára þau mál sem fyrir liggja. Hún sagði á þingi í dag í svari við fyrirspurn frá Geir Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins, að engin ákvörðun hafi verið tekin um þingrof og kjördag en að sú ákvörðun verði að liggja fyrir sem allra fyrst.

Geir benti á að tíu dagar séu eftir fram að þeim tíma sem tilkynna þarf um þingrof ef kjósa á þann 25 apríl eins og þegar hefur verið boðað. Hefð sé fyrir því að þing ljúki störfum um leið og þingrof er boðað. Jóhanna sagði hins vegar að ekkert komi í veg fyrir að þinghald haldi áfram þótt þingrof hafi verið verið boðað og kjördagur ákveðinn. Jóhanna benti á að eins og staðan er í dag hefur aðeins eitt frumvarp verið samþykkt á þinginu. Hún sagði ljóst að miðað við vinnuhraðann á þinginu þá sé augljóst að miklu lengri tíma þurfi til þess að klára þau mál sem þurfi að klára. Það sé því ljóst að lengri tíma þarf en til 12. mars.

Þá sagði Jóhanna að verið væri að skoða hvort hægt sé að breyta kosningalögum þannig að hægt verði að hefja utankjörstaðaratkvæðagreiðslu áður en boðað hefur verið til kosninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×