Lífið

Fawcett útskrifuð

Farrah Fawcett
Farrah Fawcett MYND/AP
Bandaríska leikkonan Farrah Fawcett var útskrifuð af sjúkrahúsi í gær. Hún var nýverið sögð liggja banaleguna en hún hefur barist við krabbamein í rúmlega þrjú ár. Fawcett sem er 62 ára gömul þurfti að gangast undir aðgerð vegna blæðingar í kviðarholi í kjölfar aðgerðar sem hún fór í vegna krabbameinsins í Þýskalandi.

Fawcett skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood þegar hún hlaut hlutverk í Charlie's Angels þáttaröðinni árið 1976. Síðan þá hefur leikið í fjölmörgum þáttaröðum og kvikmyndum. Hún er gift Ryan O'Neal.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.