Innlent

Ragna vinsæl

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Anton Brink

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar, en tæpur helmingur þjóðarinnar er ánægður með hennar störf. Þegar vinsældir ráðherra voru kannaðar í febrúar bar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn. Þá sögðust 65% ánægð með hana nú eru 30% þjóðarinnar ánægð með Jóhönnu. Þetta kom fram í nýjum Þjóðarpúlsi Capacent Gallup sem greint var frá í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Næst á eftir Rögnu koma Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, með rúm 40%.

Í frétt RÚV kom einnig fram að minnst ánægja er með Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Kristján L. Möller samgönguráðherra en 12 til 13% segjast ánægð með þeirra störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×