Erlent

Vongóður um áhrif björgunarpakkans

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er vongóður um að björgunarpakki upp á tæpa 790 milljarða dollara, sem Bandaríkjaþing samþykkti í gær, muni blása nýju lífi í bandarískan efnhag.

Frumvarp Baracks Obama, bandaríkjaforseta, var samþykkt með miklum meirihluta atkvæði í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Frumvarpið felur meðal annars í sér aukin útgjöld til vegaframkvæmda og löggæslu. Þá verða verða skattar af bíla- og fasteignakaupum lækkaðir. Í heild er björgunarpakkinn metinn á tæpa 790 milljarða dollara eða sem nemur um 90 þúsund milljörðun króna.

Repúblikanar hafa gagnrýnt frumvarpið og óttast griðarlega skuldsetningu ríkisins.

Obama hefur lagt mikla áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda er talið að með aðgerðunum verði hægt að skapa þrjár komma fimm milljónir nýrra starfa. Þá er frumvarpinu einnig ætlað að styrkja heilbrigðis- og menntakerfi Bandaríkjanna.

Í vikulega ávarpi til Bandarísku þjóðarinnar í dag sagði Obama björgunarpakkann vera nauðsynlega aðgerð að ræða til að endurreisa bandarískt efnahagskerfi.

,,Ég mun fljótlega undirrita frumvarpið og hefja nauðsynlegar aðgerðir til að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn."

Fjármálaráðherra G7 ríkjanna, helstu iðnríkja heims, funduðu í Rómarborg á Ítalíu í dag. Þjóðverjar hafa hvatt önnur ríki til að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna til að taka á þeirri efnhagslægð sem nú gengur yfir heiminn.

Í yfirlýsingu að fundi loknum í dag segir að ríkin ætli að vinna saman til að styrkja fjármálkerfi heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×