Erlent

Fengu að snúa til baka eftir skógareldanna

Íbúar bæjarins Marysville í Ástralíu fengu í dag að snúa aftur eftir eina verstu skógarelda á svæðinu í manna minnum. Bærinn varð illa úti í eldunum og er nánast í rúst.

Íbúarnir neyddust til að flýja bæinn í síðustu viku þegar skógareldarnir náðu hámarki. Þeir fengu í dag leyfi til að skoða það sem eftir stendur en bærinn varð illa úti í skógareldunum - og þar brann nánast allt sem brunnið gat.

Íbúarnir fengu þó aðeins að heimsækja bæinn í stutta stund þar sem yfirvöld hafa innsiglað svæðið þar sem til stendur rannsaka hvort um íkveikju hafi verið að ræða.

Einn maður hefur nú þegar verið ákærður í tengslum við skógareldana grunaður um íkveikju. Íbúarnir voru að vonum slegnir.

Slökkviliðsmönnum hefur nú mestu tekist að ná tökum á skógareldunum. Að minnsta kosti 181 lét lífið og nærri tvö þúsund heimili eyðilögðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×