Innlent

Úrræði vegna skuldavanda

Árni Páll.
Árni Páll.

 Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra skrifar í dag undir samkomulag við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda heimilis og einstaklinga. Þau taka strax gildi.

Samningarnir taka til greiðslujöfnunar fasteignaveðlána, greiðslujöfnunar bílalána og bílasamninga og samkomulags um sértæka skuldaaðlögun. Með greiðslujöfnun fasteignaveðlána á greiðslubyrði reglulegra afborgana að verða færð aftur til þess sem hún var fyrir hrun. Eigi jöfnunin að taka gildi á gjalddaga láns í desember þarf umsókn að berast viðkomandi fjármálafyrirtæki eigi síðar en tíu dögum fyrir gjalddaga.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×