Innlent

Málið mun umfangsmeira en talið var í upphafi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag fjóra Íslendinga í tengslum við mansalsmál sem upp kom í síðustu viku. Málið tengist nítján ára gamalli Litháískri stúlku sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Fimm litháískir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðallögfræðingur og staðgengill Lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að málið sé að vinda upp á sig og er talið mun umfangsmeira en leit út fyrir í upphafi.

Hún segir að Íslendingarnir sem handteknir voru í dag séu taldir tengjast Litháunum í gegnum það sem talið er vera skiplögð glæpastarfsemi. Íslendingarnir, þrír karlar og ein kona, eru um og yfir fertugt.






Tengdar fréttir

Fjórir Íslendingar handteknir í mansalsmálinu

Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×