Sundmaðurinn Eyþór Þrastarson vann rétt í þessu til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Laugardalslaug.
Eyþór synti á tímanum 5:11,54 í 400 metra skriðsundi í flokki S11 (blindra) og það dugði honum eins og segir til silfurverðlauna en Oleksandr Myroshnychenko frá Úkraínu hreppti gullverðlaun í greininni.
Sannarlega frábær árangur hjá Eyþóri sem hefur farið mikinn undanfarið og var til að mynda útnefndur íþróttamaður ársins hjá ÍF í fyrra.