Enski boltinn

Ferguson á von á harðri titilbaráttu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað við því að sínir menn slaki eitthvað á í baráttunni í enska meistaratitilinn.

United vann í gær 1-0 sigur á Everton og náði þá fimm stiga forystu á Chelsea og Liverpool sem mætast síðar í dag.

„Þetta er forskot en ég get varla sagt að þetta sé mikið forskot miðað við að það eru sextán leikir eftir," sagði Ferguson.

„Við eigum erfiðan leik á útivelli gegn West Ham í næstu viku. Það eru svo fleiri erfiðir leikir á næstunni og liðin munu tapa stigum."

„En það er vissulega alltaf best að vera á toppi deildarinnar. Ég vona bara að við töpum ekki jafn mörgum stigum og önnur lið. Ég tel raunhæft að ná jafntefli um næstu helgi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×