Rændu debetkorti af fatlaðri konu 1. febrúar 2009 09:24 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var framið rán í Hafnarfirði er par hrinti til fatlaðri konu er var að reyna að taka fé úr hraðbanka og stal af henni debetkorti hennar og hljóp á brott. Atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Um þremur tímum síðar var parið svo handtekið grunað um verknaðinn en afskipti voru höfð af þeim þar sem þau höfðu misst stjórn á bifreið sinni á Laugarvegi og ekið utan í vegrið er skilur á milli akbrauta. Þau voru bæði í annarlegu ástandi. Þau gista nú fangageymslur og bíða yfirheyrslu. Þá segir í tilkyningunniað sérstakt eftirlit hafi verið með veitingahúsum miðborgarinnar í nótt og fóru lögreglumenn á milli staða og könnuðu með starfsleyfi dyravarða og dvöl ungmenna undir 18 ára inni á veitingastöðum. Á einum stað voru höfð afskipti af þremur 17 ára piltum og hafði einum þeirr meira að segja tekist að kaupa bjór á barnum þrátt fyrir ungan aldur. Drengjunum var vísað út og mega forráðamenn veitingahússins búast við sekt frá lögreglu. Þá voru höfð afskipti af tveimur dyravörðum sem voru við störf án tilskilinna leyfa. Sjö manns gista nú fangageymslur eftir skemmtanir næturinnar, þriggja þeirra er getið hér að ofan. Einn gestur veitingahúss miðborgarinnar var ósáttur við afskipti dyravarðar og réðst að honum, ekki þótti honum nóg að hafa dyravörðinn undir því hann tók upp á því að sparka í höfðuð hans þar sem hann lá í götunni. Aðrir dyraverðir yfirbuguðu þá manninn og kölluðu til lögreglu. Meiðsl voru minniháttar. Aðrir í fangageymslu eru fyrir ölvun og óspektir eins og það kallast. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Sæbraut við Laugarnesveg rétt eftir miðnætti með þeim afleiðingum að bifreiðin vallt á hliðina. Ökumann sakaði ekki kvaðst haf verið í bílbelti sem hefði bjargað honum frá meiðslum. Atvikið er rakið til hálku á akbrautinni. Rétt fyrir hálf fjögur í nótt skildi eigandi bifreiðar hana eftir í gangi við Flókagötu meðan hann hugðist bregða sér í stutta stund inn í hús. Vildi ekki betur til en svo að í sama mund átti leið hjá bílþjófur sem settist undir stýri og ók á brott, hann komst ekki nema út að næstu gatnamótum þar sem hann ók aftan á bifreið fyrir framan. Ökumaður þess bíls vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar bifreiðinni var ekið á brott frá árekstrinum og eigandinn á hlaupum á eftir henni. Bifreiðin fannst skömmu síðar mannlaus og yfirgefin skammt frá. Bílþjófurinn fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglu. Það verður aldrei nægjanlega brýnt fyrir ökumönnum að skilja ekki bifreiðar sínar eftir í gangi mannlausar. Það er aldrei að vita hver á leið framhjá. Þá voru fimm teknir grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Rólegt yfirbragð var yfir skemmtanasjúkum í miðborginni að þessu sinni, ekki margir á ferli og lítið um stympingar og líkamsárásir. Tiltölulega róleg nótt hjá lögreglunni segir í tilkynningu lögreglunnar. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Um klukkan ellefu í gærkvöldi var framið rán í Hafnarfirði er par hrinti til fatlaðri konu er var að reyna að taka fé úr hraðbanka og stal af henni debetkorti hennar og hljóp á brott. Atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Um þremur tímum síðar var parið svo handtekið grunað um verknaðinn en afskipti voru höfð af þeim þar sem þau höfðu misst stjórn á bifreið sinni á Laugarvegi og ekið utan í vegrið er skilur á milli akbrauta. Þau voru bæði í annarlegu ástandi. Þau gista nú fangageymslur og bíða yfirheyrslu. Þá segir í tilkyningunniað sérstakt eftirlit hafi verið með veitingahúsum miðborgarinnar í nótt og fóru lögreglumenn á milli staða og könnuðu með starfsleyfi dyravarða og dvöl ungmenna undir 18 ára inni á veitingastöðum. Á einum stað voru höfð afskipti af þremur 17 ára piltum og hafði einum þeirr meira að segja tekist að kaupa bjór á barnum þrátt fyrir ungan aldur. Drengjunum var vísað út og mega forráðamenn veitingahússins búast við sekt frá lögreglu. Þá voru höfð afskipti af tveimur dyravörðum sem voru við störf án tilskilinna leyfa. Sjö manns gista nú fangageymslur eftir skemmtanir næturinnar, þriggja þeirra er getið hér að ofan. Einn gestur veitingahúss miðborgarinnar var ósáttur við afskipti dyravarðar og réðst að honum, ekki þótti honum nóg að hafa dyravörðinn undir því hann tók upp á því að sparka í höfðuð hans þar sem hann lá í götunni. Aðrir dyraverðir yfirbuguðu þá manninn og kölluðu til lögreglu. Meiðsl voru minniháttar. Aðrir í fangageymslu eru fyrir ölvun og óspektir eins og það kallast. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Sæbraut við Laugarnesveg rétt eftir miðnætti með þeim afleiðingum að bifreiðin vallt á hliðina. Ökumann sakaði ekki kvaðst haf verið í bílbelti sem hefði bjargað honum frá meiðslum. Atvikið er rakið til hálku á akbrautinni. Rétt fyrir hálf fjögur í nótt skildi eigandi bifreiðar hana eftir í gangi við Flókagötu meðan hann hugðist bregða sér í stutta stund inn í hús. Vildi ekki betur til en svo að í sama mund átti leið hjá bílþjófur sem settist undir stýri og ók á brott, hann komst ekki nema út að næstu gatnamótum þar sem hann ók aftan á bifreið fyrir framan. Ökumaður þess bíls vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar bifreiðinni var ekið á brott frá árekstrinum og eigandinn á hlaupum á eftir henni. Bifreiðin fannst skömmu síðar mannlaus og yfirgefin skammt frá. Bílþjófurinn fannst ekki þrátt fyrir leit lögreglu. Það verður aldrei nægjanlega brýnt fyrir ökumönnum að skilja ekki bifreiðar sínar eftir í gangi mannlausar. Það er aldrei að vita hver á leið framhjá. Þá voru fimm teknir grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Rólegt yfirbragð var yfir skemmtanasjúkum í miðborginni að þessu sinni, ekki margir á ferli og lítið um stympingar og líkamsárásir. Tiltölulega róleg nótt hjá lögreglunni segir í tilkynningu lögreglunnar.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira