Umfjöllun: KR-ingar stálu stigunum í Keflavík 22. ágúst 2009 15:50 Úr leik KR og Keflavíkur frá því fyrr í sumar. Mynd/Valli KR-ingar sóttu þrjú mjög góð stig til Keflavíkur í dag í leik þar sem Keflavík misnotaði tvær vítaspyrnur en KR vann leikinn, 2-1. Leikurinn fór rólega af stað en eftir að KR-ingar fengu fyrsta færið á fimmtu mínútu hresstust leikar og leikurinn opnaðist. Keflvíkingar sóttu mun meira og fengu góð færi sem ekki nýttust. Eftir skemmtilegar 20 mínútur datt leikurinn niður í miðjuþóf og ekkert gerðist fyrr en sex mínútur voru til leikhlés. Þá fengu KR-ingar gott færi sem Lasse varði og aftur opnaðist leikurinn upp á gátt og eins og áður voru Keflvíkingar aðgangsharðari en inn vildi boltinn ekki fyrr en annars góður markvörður KR gerði mikil mistök. Eftir góða skyndisókn fengu Keflvíkingar víti þegar Andre Hansen tók Símun Samuelsen niður í teignum og var Norðmaðurinn heppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið því hann var aftasti maður KR-inga. Guðmundur Steinarsson skoraði af öryggi úr vítinu. Það var síðasta spyrna hálfleiksins og Keflavík, 1-0, yfir. Keflvíkingar hófu seinni hálfleikinn mun betur en á 57. mínútu breyttist gangur leiksins með marki. Gunnar Örn Jónsson skoraði glæsilegt mark af löngu færi, óverjandi fyrir Lasse Jörgensen. Tveimur mínútum síðar komst Óskar Örn í gott færi sem misfórst og mínútu síðar kom Björgólfur Takefusa KR yfir eftir góðan undirbúning Gunnars Arnar. KR-ingar virtust ætla að láta kné fylgja kviði og gera út um leikinn næstu mínúturnar en náðu ekki að nýta fín færi. Keflvíkingar áttu erfiðara með að skapa sér færi eftir mark KR en fengu engu að síður tvær vítaspyrnur sem Guðmundur Steinarsson klúðraði báðum. Sú fyrri á 77. mínútu og sú síðari á 83. mínútu. Nær komust Keflvíkingar ekki og stigin þrjú fara því til KR sem er nú 10 stigum á eftir FH en eiga einn leik til góða.Keflavík-KR 1-2 1-0 Guðmundur Steinarsson (víti) ´45 1-1 Gunnar Örn Jónsson ´57 1-2 Björgólfur Takefusa ´60Sparisjóðsvöllur. Áhorfendur: 850Dómari: Eyjólfur M. Kristinsson 4Skot (á mark): 15-15 (8-5)Varið: Lasse 3 – Andre 7Aukaspyrnur: 14-18Horn: 4-5Rangstöður: 2-4Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 Nicolai Jörgensen 4 (72. Haukur Ingi Guðnason -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Einar Orri Einarsson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 (87. Sverrir Þór Sverrisson -) Símun Eiler Samuelsen 6 Guðmundur Steinarsson 4KR 4-5-1: Andre Hansen 8 Maður leiksins Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 4 Jordao Diogo 6 Gunnar Örn Jónsson 7 (80. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Atli Jóhannsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Björgólfur Takefusa 6 (87. Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
KR-ingar sóttu þrjú mjög góð stig til Keflavíkur í dag í leik þar sem Keflavík misnotaði tvær vítaspyrnur en KR vann leikinn, 2-1. Leikurinn fór rólega af stað en eftir að KR-ingar fengu fyrsta færið á fimmtu mínútu hresstust leikar og leikurinn opnaðist. Keflvíkingar sóttu mun meira og fengu góð færi sem ekki nýttust. Eftir skemmtilegar 20 mínútur datt leikurinn niður í miðjuþóf og ekkert gerðist fyrr en sex mínútur voru til leikhlés. Þá fengu KR-ingar gott færi sem Lasse varði og aftur opnaðist leikurinn upp á gátt og eins og áður voru Keflvíkingar aðgangsharðari en inn vildi boltinn ekki fyrr en annars góður markvörður KR gerði mikil mistök. Eftir góða skyndisókn fengu Keflvíkingar víti þegar Andre Hansen tók Símun Samuelsen niður í teignum og var Norðmaðurinn heppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið því hann var aftasti maður KR-inga. Guðmundur Steinarsson skoraði af öryggi úr vítinu. Það var síðasta spyrna hálfleiksins og Keflavík, 1-0, yfir. Keflvíkingar hófu seinni hálfleikinn mun betur en á 57. mínútu breyttist gangur leiksins með marki. Gunnar Örn Jónsson skoraði glæsilegt mark af löngu færi, óverjandi fyrir Lasse Jörgensen. Tveimur mínútum síðar komst Óskar Örn í gott færi sem misfórst og mínútu síðar kom Björgólfur Takefusa KR yfir eftir góðan undirbúning Gunnars Arnar. KR-ingar virtust ætla að láta kné fylgja kviði og gera út um leikinn næstu mínúturnar en náðu ekki að nýta fín færi. Keflvíkingar áttu erfiðara með að skapa sér færi eftir mark KR en fengu engu að síður tvær vítaspyrnur sem Guðmundur Steinarsson klúðraði báðum. Sú fyrri á 77. mínútu og sú síðari á 83. mínútu. Nær komust Keflvíkingar ekki og stigin þrjú fara því til KR sem er nú 10 stigum á eftir FH en eiga einn leik til góða.Keflavík-KR 1-2 1-0 Guðmundur Steinarsson (víti) ´45 1-1 Gunnar Örn Jónsson ´57 1-2 Björgólfur Takefusa ´60Sparisjóðsvöllur. Áhorfendur: 850Dómari: Eyjólfur M. Kristinsson 4Skot (á mark): 15-15 (8-5)Varið: Lasse 3 – Andre 7Aukaspyrnur: 14-18Horn: 4-5Rangstöður: 2-4Keflavík 4-5-1: Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 5 Alen Sutej 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 5 Nicolai Jörgensen 4 (72. Haukur Ingi Guðnason -) Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 Jón Gunnar Eysteinsson 6 Einar Orri Einarsson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 (87. Sverrir Þór Sverrisson -) Símun Eiler Samuelsen 6 Guðmundur Steinarsson 4KR 4-5-1: Andre Hansen 8 Maður leiksins Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 6 Mark Rutgers 4 Jordao Diogo 6 Gunnar Örn Jónsson 7 (80. Guðmundur Reynir Gunnarsson -) Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Atli Jóhannsson 6 Óskar Örn Hauksson 5 Björgólfur Takefusa 6 (87. Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti