Umfjöllun: Stórsigur Grindavíkur gegn FH Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2009 15:47 Úr leik liðanna á síðustu leiktíð. Mynd/Daníel Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira