Umfjöllun: Stórsigur Grindavíkur gegn FH Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2009 15:47 Úr leik liðanna á síðustu leiktíð. Mynd/Daníel Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Miðað við leik FH og Grindavíkur í dag var ekkert sem gaf það til kynna að um væri að ræða annars vegar liðið í efsta sætinu og hins vegar lið í neðri hluta deildarinnar. FH liðið var gjörsamlega heillum horfið á meðan Grindvíkingar áttu virkilega góðan leik. Grindvíkingar fögnuðu 3-0 sigri sem verður að teljast fyllilega verðskuldað. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu fékk Óli Stefán Flóventsson gott færi en Daði varði frekar slakan skalla Óla. Scott Ramsay gerði hins vegar öllu betur þegar hann kom Grindvíkingum yfir á 5.mínútu. Hann fékk þá glæsilega sendingu innfyrir vörn FH frá Gilles Ondo og kláraði færið af stakri snilld framhjá Daða í markinu. FH-ingar voru ekki líkir sjálfum sér í fyrri hálfleiknum. Þeir ógnuðu marki Grindvíkinga mjög lítið og sköpuðu sér ekki eitt hættulegt tækifæri. Grindvíkingar börðust hins vegar eins og ljón og áttu hættulegar skyndisóknir. Gilles Mbang Ondo kom þeim í 2-0 á 25.mínútu með skoti af markteig eftir góða sendingu frá Ramsay þar sem vörn FH var illa á verði. Það sem eftir lifði af fyrri hálfleik voru Grindvíkingar líklegri til að bæta við og Scott Ramsay og Gilles Mbang Ondo fóru báðir illa með prýðileg færi áður en flautað var til leikhlés. FH liðið var gjörsamlega á hælunum allan fyrri hálfleikinn og spil liðsins í molum. Í síðari hálfleik lágu Grindvíkingar örlítið meira til baka en í þeim fyrri en þrátt fyrir það gekk FH bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Það var ekki fyrr en hinn 16 ára gamli Kristján Gauti Emilsson kom inn að almennilegt færi liti dagsins ljós. Þá slapp Kristján Gauti í gegn en Óskar Pétursson varði vel í marki Grindavíkur. Leikmenn Grindavíkur börðust eins og ljón og Scott Ramsay var eins og kóngur í ríki sínu í sóknarleiknum. Jóhann Helgason skoraði síðasta mark leiksins á 82.mínútu með góðu skoti frá vítateig og áður en Þorvaldur Árnason flautaði til leiksloka gaf hann Tor Erik Moen sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir brot á Davíð Þór Viðarssyni. Sanngjarn sigur Grindavíkur staðreynd og ljóst að FH-ingar þurfa að girða sig í brók fyrir næsta leik sem er gegn fallkandídötum Þróttar.FH - Grindavík 0-30-1 Scott Ramsay (5.mín) 0-2 Gilles Mbang Ondo (25.mín) 0-3 Jóhann Helgason (82.mín) Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (7) Skot (á mark): 9-11 (5-8)Varin skot: Daði 5 - Óskar 5Horn: 5 - 5Aukaspyrnur fengnar: 16 - 17Rangstöður: 3 - 3 FH (4-3-3) Daði Lárusson 6 Pétur Viðarsson 4 Sverrir Garðarsson 4 Freyr Bjarnason 3 (74 Tommy Nielsen -) Hjörtur Logi Valgarðsson 3 Matthías Vilhjálmsson 3 Davíð Þór Viðarsson 5 Hákon Atli Hallfreðsson 4 (62 Kristján Gauti Emilsson 6) Ólafur Páll Snorrason 4 (62 Brynjar Benediktsson 5) Alexander Toft Söderlund 4 Atli Viðar Björnsson 4 Grindavík (4-5-1)Óskar Pétursson 7 Ray Anthony Jónsson 6 Orri Freyr Hjaltalín 8 Óli Stefán Flóventsson 7 Jósef Kristinn Jósefsson 7Scott Ramsay 8 - Maður leiksinsBen Ryan Long 7 (90 Páll Guðmundsson -) Þórarinn Brynjar Kristjánsson 7 Tor Erik Moen 7 Jóhann Helgason 6 (90 Óli Baldur Bjarnason -) Gilles Mbang Ondo 8 (90 Gunnar Þorsteinsson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Grindavík. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti