Innlent

Stjórnarráðið hefur greitt 197 milljónir vegna sérfræðiþjónustu

Stjórnarráðið greiddi á síðasta ári út tæpar 197 milljónir króna vegna sérfræðiþjónustu, í tengslum við neyðarástand á fjármálamörkuðum. Þetta kemur fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn nokkurra fjölmiðla um kaup á sérfræðiþjónustu.

Segir í svarinu að meðal annars sé um að ræða erlenda og innlenda lögfræðiráðgjöf og lögfræðiþjónustu fyrir íslensk stjórnvöld í kjölfar bankahrunsins auk aðkeyptrar sérfræðiþjónustu vegna endurreisnar banka- og fjármálakerfisins.

Þá segir forsætisráðuneytið að undirstrika beri að í fjáraukalögum fyrir árið 2008 og af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar hafi 350 milljónum króna verið veitt til sérfræðiþjónustu vegna aðgerða í tengslum við bankahrunið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×