Innlent

Endurreisnarmaður í framboð

Sigurður Örn leiddi undirnefnd endurreisnarhópsins sem komst að þeirri niðurstöðu að fólkið væri gallað, ekki stefnan.
Sigurður Örn leiddi undirnefnd endurreisnarhópsins sem komst að þeirri niðurstöðu að fólkið væri gallað, ekki stefnan.

Formaður sérstakrar undirnefndar endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Örn Ágústsson, hyggur á framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.

Sigurður stjórnaði starfi undirnefndar endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem birti skýrslu sína um síðustu helgi. Þar kom fram að fólkið hafði brugðist, ekki stefna flokksins. Skýrslan var sérstaklega hispurslaus og var meðal annars gagnrýnd undir rós af hálfu formanns flokksins, Geirs H. Haarde, sem stóð í þeirri trú að nefndin ætti að líta fram á veginn, ekki á fortíðina.

Sigurður er menntaður grunnskólakennari og er með Executive MBA próf frá University of Pittsburgh. Hann býður sig fram í 2-4 sæti á lista.

Fram kom á Vísi í dag að Sigurður hefði verið formaður endurreisnarnefndarinnar. Það er ekki rétt því að Vilhjálmur Egilsson er formaður nefndarinnar og stýrir starfi hennar. Sigurður var hins vegar fyrst og fremst talsmaður bráðabirgðaskýrslu sem kynnt var fjölmiðlum um síðustu helgi.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×