Innlent

Íslendingar erlendis komast á kjörskrá

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum um kosningar til Alþingis sem gera Íslendingum búsettum erlendis auðveldara um vik að kjósa í komandi þingkosningum. Í fréttum nýverið var sagt frá Íslendingum búsettum erlendis sem vildu að sett yrðu bráðabirgðalög sem gerði þeim kleyft á að komast á kjörskrá.

Kjörskrá var samkvæmt lögum miðum við 1. desember 2008 en það var ekki ljóst fyrr en 1. febrúar síðastliðinn að kosið yrði á þessu ári.

Eftir samþykkt Alþingis í gær gefst fólki færi á að senda beiðni til Þjóðskrár fyrir 25. mars um að verða tekin á kjörskrá.

Hægt er að sækja um hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×