Erlent

Leit að árásarmönnum hert

Fórnarlamb i Lahore í gær.
Fórnarlamb i Lahore í gær. MYND/AP
Pakistanskar öryggissveitir hafa hert leitina af fjórtán mönnum sem gerðu í gær skotárás á landslið Sri Lanka í krikket sem var í keppnisferð í pakistönsku borginni Lahore. Átta landsliðsmenn særðust, sex lögreglumenn féllu í árásinni og bílstjóri liðsins.

Samtökum sem kennt er um morðárásirnar í Múmbaí á Indlandi í fyrra er einnig kennt um ódæðin í gær.

Fjölmargir hafa verið yfirheyrðir vegna árásarinnar en enginn handtekinn. Héraðsstjórnin í Punjab hefur heitið jafnvirði rúmlega fjórtán milljóna króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiði til handtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×