Innlent

Verktakar svindla á íbúðalánasjóði

Dæmi eru um verktakar stofni sérstök leigufélög sem þeir nota til að kaupa fasteignir af sjálfum sér. Leigufélögin fá lán frá Íbúðalánasjóði fyrir kaupunum en eru síðan látin fara í þrot.

Gríðarlega mikið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði undanfarin ár - langt umfram eftirspurn. Á annað þúsundir íbúðir standa nú tómar á höfuðborgarsvæðinu og miðað við það frost sem ríkir á fasteignamarkaði er ljóst að þær munu ekki seljast í bráð.

Þenslan var meðal annars knúin áfram af miklum væntingum og að því virðist ótakmörkuðu aðgengi að lánsfjármagni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu virðast sum verktakafyrirtæki hafa beinlínis misnotað sér regluverk íbúðalánasjóðs til að verða sér úti um fjármagn.

Eitt af því menn stunduðu - og stunda enn - var að stofna sérstakt leigufélag í kringum ákveðna framkvæmd en reglur íbúðalánasjóðs heimila lánveitingar til slíkra félaga.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×