Erlent

Herflugvél hrapaði í Afganistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermenn í Helmand-héraðinu undirbúa sókn gegn talibönum fyrr í sumar.
Hermenn í Helmand-héraðinu undirbúa sókn gegn talibönum fyrr í sumar. MYND/Getty Images

Herflugvél á vegum Atlantshafsbandalagsins hrapaði í Kandahar í Suður-Afganistan í morgun skömmu eftir flugtak. Nokkurra manna áhöfn var í vélinni og komst hún klakklaust út úr flakinu. Mikil umferð er um flugvöllinn í Kandahar en þúsundir breskra og bandarískra hermanna berjast nú við uppreisnarmenn úr röðum talibana í Helmand-héraðinu sem er næsta hérað við Kandahar. Sextán manns létu lífið og átta slösuðust þegar rússnesk herflutningaþyrla hrapaði nærri flugvellinum í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×