Lífið

Eiríkur og Reynir gera góðverk

Björgvin, Eiríkur og Reynir koma saman í nýjum morgunþætti sem hefur göngu sína næsta föstudag klukkan 7.
Björgvin, Eiríkur og Reynir koma saman í nýjum morgunþætti sem hefur göngu sína næsta föstudag klukkan 7.

„Þetta er útvarpsþáttur. Við Reynir erum að vinna góðverk. Allur ágóði af þættinum rennur til góðgerðamála," svarar Eiríkur Jónsson ritstjóri aðspurður um nýjan þátt sem hann bloggaði nýverið um og hverjir hafa umsjón með honum.

„Ágóðinn verður gefinn því það eru margir sem eiga um sárt að binda. Þetta hefur aldrei verið gert. Þetta er okkar framlag til nýja Íslands," segir Eiríkur.

Er rétt að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra verður fyrsti gestur þáttarins? „Já það er nokkuð klárt," staðfestir Eiríkur og bætir við að á meðal gesta þáttarins, sem er á dagskrá á föstudagsmorgnum milli klukkan 7 - 9 á Útvarpi Sögu, verða bankamenn, ráðherrar og útrásarvíkingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.