Erlent

Ísraelar herða enn tak sitt á Gaza-svæðinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ísraelskur skriðdreki.
Ísraelskur skriðdreki. MYND/Farm1.static.flickr.com

Ísraelar herða enn heljartak sitt á Gaza-svæðinu og mátti heyra mikinn sprengigný frá Gaza-borg í morgun.

Þá sást til skriðdrekasveita á leið inn í borgina frá norðvestri og norðaustri með stefnu á öryggismiðstöð Hamas-samtakanna. Stjórnandi ísraelska árásarliðsins, Eyal Eisenberg, sagði í viðtali við CNN að Ísraelsmenn þrengdu nú hringinn um Hamas hægt og bítandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×