Erlent

Milliband: Stríðið gegn hryðjuverkum var mistök

David Milliband ásamt Gordon Brown.
David Milliband ásamt Gordon Brown. MYND/AP

Stríðið gegn hryðjuverkum voru mistök. Það sameinaði ólíka hópa hryðjuverkamanna gegn vesturveldunum. Þetta segir David Miliband, utanríkisráðherra Breta, í grein sem birtist í breska blaðinu Guardian í dag.

Miliband segir þetta grundvallaratriði í utanríkisstefnu George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa verið illa ígrundað. Þess misskilnings hafi gætt að hægt væri að mæta myrðandi þeim ógnum sem steðjuðu að vesturlöndum.

Breska ríkisstjórnin, sem hefur stutt Bandaríkjamenn í aðgerðum sínum, hætti formlega að tala um "stríð gegn hryðjuverkum" árið 2006. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem breskur ráðherra hafnar þessari stefnu Bandaríkjastjórnar með jafn afgerandi hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×