Lífið

Sölvi snýr aftur á skjáinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður.
Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður.

Sölvi Tryggvason snýr aftur í skjáinn á mánudag þegar að hann og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, stjórna sínum fyrsta dægurmálaþætti á Skjá einum. „Þetta er spennandi og skemmtilegt," segir Sölvi. Sölvi starfaði sem kunnugt er sem dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 þar til um síðustu áramót. Hann segist ekki hafa átt von á því að hann myndi snúa svona fljótt aftur á sjónvarpsskjáinn. „Ég pældi satt best að segja voðalítið í því. Allavega hafði ég ekki tilfinningu fyrir þvi að þetta myndi gerast svona fljótt," segir Sölvi. Hann bendir þó á að enn sé einungis búið að negla niður þrjá þætti þannig að framtíð hans sé enn ekki alveg komin á hreint.

Gunnhildur horfir björtum augum á þáttinn eins og Sölvi. „Ég hlakka til, bara virkilega," segir Gunnhildur Arna þegar Fréttastofa náði tali af henni. Gunnhildur hefur aldrei starfað áður við sjónvarp en hún var með umræðuþátt á Talstöðinni sálugu. Hún segist spennt fyrir því að prófa nýjan miðil. „En ég er ekki hætt á Morgunblaðinu. Þetta er bara hlutastarf og með góðfúslegu leyfi yfirmanna minna hérna á Morgunblaðinu," segir Gunnhildur Arna

Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjásins, segir að þátturinn sé dægurmálaþáttur sem verði um 40 mínútur til ein klukkustund að lengd. Tekið verði fyrir eitt málefni í einu og reynt að kryfja það til mergjar. Hún segir að þættirnir verði ekki vikulega á dagskrá. Þeir verði einu sinni í mánuði en oftar ef vel gengur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.