Draumurinn að fá tækifæri erlendis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 09:00 Steinþór Freyr Þorsteinsson hefur algjörlega farið á kostum í spútnikliði Stjörnumanna í sumar. fréttablaðið/anton Steinþór Freyr Þorsteinsson er leikmaður fyrstu sjö umferða Pepsi-deildar karla að mati blaðamanna Fréttablaðsins. Leikmönnum er gefin einkunn fyrir frammistöðu sína í hverjum leik og fékk Steinþór langhæstu meðaleinkunnina fyrir fyrsta þriðjung mótsins eða 7,57. Óvenjulegt er að leikmenn séu með yfir sjö í meðaleinkunn. Hann segist vissulega sáttur við frammistöðu sína og liðsins til þessa en Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði FH. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vor en féll reyndar úr leik í bikarkeppninni í fyrradag eftir stórt tap fyrir Fylki, 7-3. „Þessi leikur var eins og gott sirkusatriði," sagði hann í léttum dúr. „Við byrjuðum á því að skora þrjú og þá hélt ég að við ætluðum að valta yfir þá. En svo fengum við þetta allt í andlitið aftur." En hann hefur litlar áhyggjur af því að úrslit þessa leiks hafi áhrif á gengi liðsins í deildinni. „ Ég held að þetta kenni mönnum að það dugar ekki að vera 3-0 yfir. Leikurinn er þar með ekki búinn. Við fengum líka svona stóran skell á okkur skömmu fyrir mót er við töpuðum fyrir HK, 6-1, og svo töpuðum við aftur nokkuð stórt fyrir FH, 5-1. Alltaf höfum við náð að koma sterkir til baka og ég held að við munum ekki dvelja lengi við þetta tap heldur." Næsti leikur Stjörnumanna verður gegn Blikum á mánudaginn en Steinþór er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann gekk til liðs við Stjörnuna nú í vetur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Ég varð líka fyrir nokkrum tæklingum í gær og bað til guðs að ég myndi ekki meiðast. Þetta verður örugglega skrýtinn leikur fyrir mig." Steinþór fékk mismikið að spila með Breiðabliki á sínum tíma og óhætt að segja að hann hafi fundið sig vel hjá nýju félagi. „Dæmin hafa sýnt að oft þarf að skipta um félag til þess að leikmaður fái tækifæri til að sýna sitt rétta andlit. Stjarnan spilar allt öðruvísi knattspyrnu en Breiðablik og sú hentar mér miklu betur. Ég fæ mikið frelsi í Stjörnunni og er með fljóta kantmenn sem gera mér lífið mjög auðvelt. Í Breiðabliki var ég oftast settur á kantinn þar sem ég naut mín ekki jafn vel." Steinþór verður 24 ára gamall á árinu og viðurkennir að hann vildi gjarnan fá tækifæri til að gerast atvinnumaður. „Það hefur alltaf verið draumurinn að komast út. Sagan hefur sýnt að þegar menn standa sig vel fá þeir tækifæri. Ég mun allavega gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það gerast." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Steinþór Freyr Þorsteinsson er leikmaður fyrstu sjö umferða Pepsi-deildar karla að mati blaðamanna Fréttablaðsins. Leikmönnum er gefin einkunn fyrir frammistöðu sína í hverjum leik og fékk Steinþór langhæstu meðaleinkunnina fyrir fyrsta þriðjung mótsins eða 7,57. Óvenjulegt er að leikmenn séu með yfir sjö í meðaleinkunn. Hann segist vissulega sáttur við frammistöðu sína og liðsins til þessa en Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði FH. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vor en féll reyndar úr leik í bikarkeppninni í fyrradag eftir stórt tap fyrir Fylki, 7-3. „Þessi leikur var eins og gott sirkusatriði," sagði hann í léttum dúr. „Við byrjuðum á því að skora þrjú og þá hélt ég að við ætluðum að valta yfir þá. En svo fengum við þetta allt í andlitið aftur." En hann hefur litlar áhyggjur af því að úrslit þessa leiks hafi áhrif á gengi liðsins í deildinni. „ Ég held að þetta kenni mönnum að það dugar ekki að vera 3-0 yfir. Leikurinn er þar með ekki búinn. Við fengum líka svona stóran skell á okkur skömmu fyrir mót er við töpuðum fyrir HK, 6-1, og svo töpuðum við aftur nokkuð stórt fyrir FH, 5-1. Alltaf höfum við náð að koma sterkir til baka og ég held að við munum ekki dvelja lengi við þetta tap heldur." Næsti leikur Stjörnumanna verður gegn Blikum á mánudaginn en Steinþór er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann gekk til liðs við Stjörnuna nú í vetur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Ég varð líka fyrir nokkrum tæklingum í gær og bað til guðs að ég myndi ekki meiðast. Þetta verður örugglega skrýtinn leikur fyrir mig." Steinþór fékk mismikið að spila með Breiðabliki á sínum tíma og óhætt að segja að hann hafi fundið sig vel hjá nýju félagi. „Dæmin hafa sýnt að oft þarf að skipta um félag til þess að leikmaður fái tækifæri til að sýna sitt rétta andlit. Stjarnan spilar allt öðruvísi knattspyrnu en Breiðablik og sú hentar mér miklu betur. Ég fæ mikið frelsi í Stjörnunni og er með fljóta kantmenn sem gera mér lífið mjög auðvelt. Í Breiðabliki var ég oftast settur á kantinn þar sem ég naut mín ekki jafn vel." Steinþór verður 24 ára gamall á árinu og viðurkennir að hann vildi gjarnan fá tækifæri til að gerast atvinnumaður. „Það hefur alltaf verið draumurinn að komast út. Sagan hefur sýnt að þegar menn standa sig vel fá þeir tækifæri. Ég mun allavega gera allt sem í mínu valdi stendur til að láta það gerast."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira