Innlent

Gamall Brasilíufangi: Segir erfiða tíma bíða Ragnars

Fangelsið sem Hlynur þurfti að verjast nauðgunartilraunum í.
Fangelsið sem Hlynur þurfti að verjast nauðgunartilraunum í.

Fyrrum Braislíufanginn Hlynur Smári Sigurðarson segir að Ragnar Erling Hermannsson, sem var handtekinn á dögunum í Brasilíu fyrir að reyna smygla fíkniefnum, sé að fara upplifa mjög erfiða tíma.

Hlynur Smári gerði sjálfur þau mistök árið 2006 að reyna smygla tveimur kílóum af kókaíni frá Brasilíu. Hann þurfti að dúsa í alræmdu brasilísku fangelsi og lýsingarnar hans voru hrottalegar: Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," sagði hann í samtali við Fréttablaðið og Vísi árið 2006.

Í viðtali á Stöð 2 í kvöld sagði Hlynur að Ragnar Erling, sem nú stendur í sömu sporum og Hlynur gerði áður, sé að fara upplifa erfiðasta tímabil ævi sinnar.

Hlynur lýsti því í viðtali hvernig hann þurfti að verjast nauðgunartilraunum í fangelsinu vopnaður hnífi eða tálguðum tannbursta. Hann segir að allir dagar hefðu verið hættulegir: „Maður var aldrei öruggur," sagði Hlynur þegar hann lýsti biturri reynslu af Brasilíu.

Nú er ljóst að Ragnar gæti átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna smygla sex kílóum af kókaíni út úr landinu.

Sjálfur var Hlynur talsvert heppnari á sínum tíma, fíkniefnasali hafði snuðað hann um raunveruleg fíkniefni og lét hann hafa barnapúður í stað kókaíns.

Fyrir vikið er Hlynur nú á Íslandi, heill á húfi, eftir að hafa afplánað fangelsisdóm í Brasilíu, mestan þó í samfélagsþjónustu.




Tengdar fréttir

Íslendingur tekinn með sex kíló af kókaíni í Brasilíu

Tuttugu og fjögurra ára gamall Íslendingur var handtekinn á flugvelli í Brasilíu á leið sinni til Spánar með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í fórum sínum. Fulltrúar alríkislögreglu Brasilíu handtóku piltinn á Alþjóðaflugvellinum í Recife á föstudagskvöldið en hann var þá á leið til Malaga á Spáni. Þetta kom fram í hádegisfréttum Rúv en brasilískir fjölmiðlar hafa sagt hann heita Ragnar Hermannsson.

Fjölmiðlar í Brasilíu sýna máli Ragnars mikinn áhuga - myndband

Brasilískir fjölmiðlar fjalla mikið um mál Ragnars Erlings Hermannssonar sem handtekinn var á föstudagskvöldið með tæp sex kíló af kókaíni á Alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu. Fíkniefnafundurinn mun vera sá stærsta á árinu á flugvellinum en brasilískur karlmaður sem var á leið í sama flug og Ragnar var tekinn með kíló af kókaíni.

Var hættur að mæta í vinnuna

„Mér fannst eins og hann væri kominn í einhverja óreglu en ég get ekki fullyrt það. Hann svaf yfir sig í hádeginu og kom of seint. Þess vegna urðum við að láta hann fara," segir Linda.

Íslenskir dópsmyglarar í Brasilíu: Fjórir teknir á fjórum árum

Ragnar Erling Hermannsson sem handtekinn var í borginni Recife í Brasilíu á föstudagskvöldið fyrir innflutning á tæpum sex kílóum af kókaíni er ekki fyrsti íslendingurinn sem handtekinn er fyrir fíkniefnasmygl þar í landi. Frá því í júní 2006 hafa þrír aðrir íslendingar verið handteknir vegna fíkniefnasmygls, ýmist á leið úr landi eða inn í landið. Íslendingarnir hafa verið með kókaín, hass og barnapúður og voru allir dæmdir til fangelsisvistar í landinu.

Brasilíufangi: Smyglaði dópi vegna fíkniefnaskuldar

20 ára fangelsisvist bíður 25 ára íslendings sem handtekinn var í Brasilíu á föstudaginn með mikið magn af sterku kókaíni. Lögregla þar í landi segir hann hafa farið í smyglferðina til að greiða fyrir dópskuld hér á íslandi.

Frá Brasilíu til Íslands - Svona smygla þeir dópinu

Íslendingurinn sem tekinn var í Brasilíu ætlaði að notfæra sér velþekkta smygleið úr undirheimunum til að koma fíkniefnunum til Íslands. Heimildir fréttastofu herma að smyglleiðin hafi margoft verið notuð til að koma kókaíni til landsins.

Tugir fanga sluppu úr fangelsi Ragnars í fyrra

Gæsluvarðhaldsfangelsið þar sem Ragnar Erling Hermannsson er vistaður í kjölfar þess að hann var handtekinn á flugvellinum í Recife með sex kíló af kókaíni komst í fréttirnar í Brasilíu í febrúar á síðasta ári þegar 51 fangi slapp úr vistinni. Þegar fangaflóttinn átti sér stað voru 20 fangaverðir í fangelsinu en þeir voru allir lausráðnir og höfðu hlotið litla þjálfun. Einn daginn mættu aðeins fimm til vinnu og nýttu fangarnir sér mannfæðina og ruddust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×