Kosningar geta lengt kreppuna um tvö ár 24. janúar 2009 03:45 Að miðstjórnarfundi loknum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var slegin eftir tíðindin sem Geir færði samstarfsfólki sínu í Sjálfstæðisflokknum á fundi miðstjórnar í Valhöll í gær. fréttablaðið/stefán Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að í ljósi stöðunnar væri óumflýjanlegt að kjósa í vor. Hins vegar væri það ekki besti kosturinn með tilliti til efnahagsástandsins. Benti hún á að fræðimenn teldu að vegna kosninga hefði kreppan í Finnlandi á fyrrihluta tíunda áratugarins lengst um tvö ár. Svíar hefðu á hinn bóginn komist fyrr en ella út úr sínum efnahagsþrengingum þar sem ekki var gengið til kosninga. Þorgerður segir að nú bíði formanna stjórnarflokkanna; Geirs og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, að ræða framhaldið. „Þau fara yfir málin á morgun [í dag]. Þau hafa bæði sýnt mikla ábyrgð og gera sér grein fyrir erfiðri stöðu efnahagsmálanna og að taka þurfi erfiðar ákvarðanir sem þola ekki bið fram yfir kosningar.“ Þær ákvarðanir snúi að samskiptum og eftirfylgni vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ríkisfjármálunum. Þorgerður kveðst búast við að Samfylkingin fallist á kosningar 9. maí en formennirnir eigi eftir að ná um það sátt. Dagsetningin gæti þó hnikast eitthvað til. Þorgerður var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2005, þegar Geir varð formaður. Hún segist ætla að velta því fyrir sér í rólegheitum hvort hún muni sækjast eftir formanns-embættinu á landsfundinum í lok mars. „Ég tel eðlilegt að varaformaður íhugi að leita eftir því að verða formaður en ætla að fara yfir það með mínu fólki.“ Spurð hvort ástandið í samfélaginu muni róast við að Sjálfstæðisflokkurinn lýsi yfir vilja til að kjósa í maí, kveðst Þorgerður telja það. „Að mörgu leyti er komið til móts við kröfur fólks um kosningar og ég held að þetta kæli samfélagið aðeins. En það er aldrei hægt að taka ákvarðanir sem róa alla,“ segir Þorgerður. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að í ljósi stöðunnar væri óumflýjanlegt að kjósa í vor. Hins vegar væri það ekki besti kosturinn með tilliti til efnahagsástandsins. Benti hún á að fræðimenn teldu að vegna kosninga hefði kreppan í Finnlandi á fyrrihluta tíunda áratugarins lengst um tvö ár. Svíar hefðu á hinn bóginn komist fyrr en ella út úr sínum efnahagsþrengingum þar sem ekki var gengið til kosninga. Þorgerður segir að nú bíði formanna stjórnarflokkanna; Geirs og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, að ræða framhaldið. „Þau fara yfir málin á morgun [í dag]. Þau hafa bæði sýnt mikla ábyrgð og gera sér grein fyrir erfiðri stöðu efnahagsmálanna og að taka þurfi erfiðar ákvarðanir sem þola ekki bið fram yfir kosningar.“ Þær ákvarðanir snúi að samskiptum og eftirfylgni vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ríkisfjármálunum. Þorgerður kveðst búast við að Samfylkingin fallist á kosningar 9. maí en formennirnir eigi eftir að ná um það sátt. Dagsetningin gæti þó hnikast eitthvað til. Þorgerður var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2005, þegar Geir varð formaður. Hún segist ætla að velta því fyrir sér í rólegheitum hvort hún muni sækjast eftir formanns-embættinu á landsfundinum í lok mars. „Ég tel eðlilegt að varaformaður íhugi að leita eftir því að verða formaður en ætla að fara yfir það með mínu fólki.“ Spurð hvort ástandið í samfélaginu muni róast við að Sjálfstæðisflokkurinn lýsi yfir vilja til að kjósa í maí, kveðst Þorgerður telja það. „Að mörgu leyti er komið til móts við kröfur fólks um kosningar og ég held að þetta kæli samfélagið aðeins. En það er aldrei hægt að taka ákvarðanir sem róa alla,“ segir Þorgerður. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira