Innlent

Fóstureyðingum fjölgar

Landlæknisembættið hefur tekið saman fjölda fóstureyðinga á síðasta ári.
Landlæknisembættið hefur tekið saman fjölda fóstureyðinga á síðasta ári.

Samtals voru framkvæmdar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári. Eru þær nokkru fleiri heldur en undanfarin ár.

Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis.

Sem fyrr er algengast að konur á aldrinum 20 til 24 ára gangist undir fóstureyðingu. Tæplega 25 prósent allra fóstureyðinga í fyrra voru hjá konum í þeim aldurshópi. Næstfjölmennasti aldurshópurinn var 25 til 29 ára með 23 prósent framkvæmdra fóstureyðinga. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×