Vinnur fyrstu plötu sína í kapphlaupi við dauðann 29. apríl 2009 05:30 Hallvarður greindist með illkynja heilaæxli um páska og notar alla sína orku í að ganga frá sólóplötu sinni – kveðja til ástvina. „Ég hélt ég hefði allan tíma í heimi. Allt lífið. Og hef það náttúrulega,“ segir Hallvarður Þórsson tónlistarmaður með meiru og bregður fyrir sig gráglettni. Hallvarður Þórsson vinnur að sinni fyrstu sólóplötu í kapphlaupi við sjálfan dauðann. „Ég greindist fyrir tveimur vikum með illkynja „aggressívan“ krabba í miðjum heila. Hann er 4. stigs, eða á lokastigi. Læknarnir segja að ég eigi þrjár til sex vikur. Kannski meira. Ég er opinn fyrir kraftaverki. Horfurnar eru óvissar og þetta veltur á ýmsu. Og svo er ómögulegt að segja um guðlegt inngrip,“ segir Hallvarður sem er 46 ára. Hallvarður flutti til Bandaríkjanna um aldamótin og hefur búið á Washington-svæðinu allar götur síðan. Í Bandaríkjunum fann hann ástina og giftist Hope Henry Thorsson árið 2002. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. „Ég fór á milli Íslands og Bandaríkjanna um tíma. Ég þurfti að flytja frá Íslandi. Mér gekk illa þar og vildi koma fjölskyldu minni og málum í horf. Skipuleggja líf mitt upp á nýtt. Koma verkefnum af stað og byrja að blómstra,“ segir Hallvarður. Hann stofnaði útgáfufyrirtækið Brave World Production Inc. og er formaður þess fyrirtækis. Undanfarin ár hefur Hallvarður að mestu starfað sem sölumaður hjá verktakafyrirtækjum í Bandaríkjunum. „Já, selt þjónustu sem tengist „home improvements“ sem er stór iðnaður hér. Vanti þig nýtt þak á húsið, sólpall, glugga, verönd, „waterproofing system“ eða eitthvað annað er náungi eins og ég sendur á svæðið til að fara yfir hvað þarf að gera, hanna og ganga frá samningi um framkvæmd verksins.“ En líf hans og yndi er tónlistin og ljóðlist. „Tónlistin, ljóðin og list mín er líf mitt. Ég hef alltaf gert ráð fyrir miklum tíma hér á jörðinni til að sinna því. Ég hef haft ólíkan metnað varðandi félagslega viðurkenningu en ýmsir samferðamenn mínir. En ég er með mína fyrstu plötu í smíðum núna. Ég gaf nýlega út „single“ með tveimur lögum, „The Night“ og „The Feast of Ecstasy“ auk þriggja ljóða, „The Lake“, „Rainbow, part one, RED“ og „Penthouse“. Brave World Pro-duction hefur ekki gengið frá samningum um útgáfu á þessu né öðru efni við nokkurt fyrirtæki þegar þetta er sagt,“ segir Hallvarður. Sem er eðlilega slappur og orkulaus veikindanna vegna en dregur hvergi af sér og eyðir ekki miklum tíma í svefn. Hallvarður er í kapphlaupi. En stendur ekki einn. Náinn samstarfsmaður hans í tónlist frá upphafi og meðhöfundur sumra verkanna er Einar Kr. Pálsson. Gunnlaugur Briem er trommari bandsins og Kristján Einarsson verkfræðingur var fyrsti umboðsmaður Hallvarðs og hefur verið inni í myndinni frá upphafi. „Sem skáld er við hæfi að ég yfirgefi þetta líf í það næsta og kveðji með verkum mínum. Gangi frá ljóðunum áður en þetta heilaæxli, sem greindist á páskadag 12. apríl, tekur mig frá vinum mínum og fjölskyldu. Tónlistin er tileinkuð öllum sem hafa haft áhrif á mig og snert líf mitt. „You don"t see me crying“ þegar ég geng frá þessum lögum og læt með því þá vita sem ég elska að ég er að fara í ferðalag.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Ég hélt ég hefði allan tíma í heimi. Allt lífið. Og hef það náttúrulega,“ segir Hallvarður Þórsson tónlistarmaður með meiru og bregður fyrir sig gráglettni. Hallvarður Þórsson vinnur að sinni fyrstu sólóplötu í kapphlaupi við sjálfan dauðann. „Ég greindist fyrir tveimur vikum með illkynja „aggressívan“ krabba í miðjum heila. Hann er 4. stigs, eða á lokastigi. Læknarnir segja að ég eigi þrjár til sex vikur. Kannski meira. Ég er opinn fyrir kraftaverki. Horfurnar eru óvissar og þetta veltur á ýmsu. Og svo er ómögulegt að segja um guðlegt inngrip,“ segir Hallvarður sem er 46 ára. Hallvarður flutti til Bandaríkjanna um aldamótin og hefur búið á Washington-svæðinu allar götur síðan. Í Bandaríkjunum fann hann ástina og giftist Hope Henry Thorsson árið 2002. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. „Ég fór á milli Íslands og Bandaríkjanna um tíma. Ég þurfti að flytja frá Íslandi. Mér gekk illa þar og vildi koma fjölskyldu minni og málum í horf. Skipuleggja líf mitt upp á nýtt. Koma verkefnum af stað og byrja að blómstra,“ segir Hallvarður. Hann stofnaði útgáfufyrirtækið Brave World Production Inc. og er formaður þess fyrirtækis. Undanfarin ár hefur Hallvarður að mestu starfað sem sölumaður hjá verktakafyrirtækjum í Bandaríkjunum. „Já, selt þjónustu sem tengist „home improvements“ sem er stór iðnaður hér. Vanti þig nýtt þak á húsið, sólpall, glugga, verönd, „waterproofing system“ eða eitthvað annað er náungi eins og ég sendur á svæðið til að fara yfir hvað þarf að gera, hanna og ganga frá samningi um framkvæmd verksins.“ En líf hans og yndi er tónlistin og ljóðlist. „Tónlistin, ljóðin og list mín er líf mitt. Ég hef alltaf gert ráð fyrir miklum tíma hér á jörðinni til að sinna því. Ég hef haft ólíkan metnað varðandi félagslega viðurkenningu en ýmsir samferðamenn mínir. En ég er með mína fyrstu plötu í smíðum núna. Ég gaf nýlega út „single“ með tveimur lögum, „The Night“ og „The Feast of Ecstasy“ auk þriggja ljóða, „The Lake“, „Rainbow, part one, RED“ og „Penthouse“. Brave World Pro-duction hefur ekki gengið frá samningum um útgáfu á þessu né öðru efni við nokkurt fyrirtæki þegar þetta er sagt,“ segir Hallvarður. Sem er eðlilega slappur og orkulaus veikindanna vegna en dregur hvergi af sér og eyðir ekki miklum tíma í svefn. Hallvarður er í kapphlaupi. En stendur ekki einn. Náinn samstarfsmaður hans í tónlist frá upphafi og meðhöfundur sumra verkanna er Einar Kr. Pálsson. Gunnlaugur Briem er trommari bandsins og Kristján Einarsson verkfræðingur var fyrsti umboðsmaður Hallvarðs og hefur verið inni í myndinni frá upphafi. „Sem skáld er við hæfi að ég yfirgefi þetta líf í það næsta og kveðji með verkum mínum. Gangi frá ljóðunum áður en þetta heilaæxli, sem greindist á páskadag 12. apríl, tekur mig frá vinum mínum og fjölskyldu. Tónlistin er tileinkuð öllum sem hafa haft áhrif á mig og snert líf mitt. „You don"t see me crying“ þegar ég geng frá þessum lögum og læt með því þá vita sem ég elska að ég er að fara í ferðalag.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira