Innlent

Áfrýjar máli gegn Karli Georgi

Karl Georg við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Karl Georg við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Saksóknari efnahagsbrota hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Karli Georgi Sigurbjörnssyni hæstaréttarlögmanni. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Karl Georg þann 16. mars síðastliðinn af ákæru um að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna.

Karl Georg sagði við uppkvaðningu sýknudómsins að niðurstaðan væri gríðarlegur léttir fyrir sig. Hann sagði einnig að vissir aðilar í kerfinu hafi unnið gegn sér með miklu offorsi í kjölfar þess að hann flutti mál gegn ríkinu. Þar nefndi hann sérstaklega Jón H.B Snorrason, saksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×