Innlent

Nóg að gera á Írskum dögum hjá lögreglunni

Lögreglan á Akranesi sinnti 170 verkefnum á svonefndum Írskum dögum þar í bæ um helgina. Samkvæmt samantekt lögreglunnar er vitað um tíu líkamsárásir, þar af tvær mjög alvarlegar. Tuttugu og sex sinnum þurfti lögreglan að koma fólki til aðstoðar vegna ölvunar og vandræðagangs vegna hennar. Fimm voru handteknir vegna ölvunaraksturs og þrír vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Eignaspjöll voru unnin á níu stöðum í bænum og nokkuð var um þjófnað, svo það helsta sé tíundað úr dagbók lögreglunnar á Akranesi eftir Írsku dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×