Innlent

Átján ára á 178 km hraða á Reykjanesbraut

Átján ára ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut, skammt frá Grindavíkurafleggjara, á fimmta tímanum í nótt, eftir að lögregla hafði mælt bíl hans á 178 kílómetra hraða. Hann var með farþega með sér og voru þeir á leið til Reykjavíkur. Pilturinn var sviptur ökuréttindum á staðnum. Fjórir til viðbótar voru stöðvaðir vegna hraðaksturs á brautinni, en þeir óku þó mun hægar en pilturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×