Innlent

Ríkið styrkir endurgreiðslur

Hveragerði
Hveragerði

Forsætisráðuneytið hefur fallist á að leggja til 90 prósent af þeirri upphæð sem þarf að greiða vegna skila á byggingarlóðum í Hveragerði í kjölfar stóra jarðskjálftans í fyrravor.

Áætlað er að borga þurfi 30 milljónir króna vegna skila á lóðum og mun ríkið því greiða 27 milljónir. Um er að ræða lóðir sem gerðar voru byggingarhæfar í kjölfar niðurrifs skemmdra hús eftir skjálftann. Bæjarráð Hveragerðis segir aðkomu ríkisins gera sveitarfélaginu kleift að leysa til sín lóðir sem ella myndu standa óbyggðar til framtíðar „hvorki bæjarfélaginu né lóðarhöfum til sóma".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×