Innlent

Safnaðar skuldir sem vinna á upp

Skólinn er í langverstri stöðu og er gert ráð fyrir 265 milljón króna uppsöfnuðum halla í árslok.
fréttablaðið/hörður
Skólinn er í langverstri stöðu og er gert ráð fyrir 265 milljón króna uppsöfnuðum halla í árslok. fréttablaðið/hörður

Tíu af tólf stofnunum sem standa illa, samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar, heyra undir menntamálaráðuneytið. Laga þarf vandann strax samkvæmt skýrslunni. Landbúnaðar­háskóli Íslands (LBHÍ) er í verstri stöðu og er gert ráð fyrir 265 milljóna króna uppsöfnuðum halla í árslok, eða um 47,7 prósent af fjárheimild.

Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ, segir hallann fortíðarvanda. Lagfæra hafi átt hallann í síðustu fjárlögum. Staðan sé hins vegar mun betri í ár. „Í maí á þessu ári vorum við innan rekstraráætlunar."

Ólafur Halldórsson, framkvæmda­stjóri Háskólans á Akureyri, segir ekkert benda til annars en að staðið verði við rekstrar­áætlanir. Gert sé ráð fyrir að uppsafnaður halli verði um 89 milljónir, um 6,5 prósent af fjárheimild.

Uppsafnaður halli Árnastofnunar verður sautján milljónir króna í árslok, um 5,9 prósent af fjárheimild, samkvæmt skýrslunni. Þórunn Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Árnastofnunar, segir skýringuna vera oftaldar tekjur.

Við sameiningu fimm stofnana í Árnastofnun árið 2006 varð Fjársýslu ríkisins á mistök, samkvæmt Þórunni og oftaldi tekjur um sextán milljónir. Þau mistök voru leiðrétt í mars 2008. Aftur voru tekjur oftaldar árið 2008 um rúmar fjórar milljónir, að sögn Þórunnar.

Sigtryggur Magnason, aðstoðar­maður menntamálaráðherra, segir þessar stofnanir eiga það sam­merkt að þær eigi uppsafnaðar skuldir sem verið sé að vinna upp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×