Innlent

Strandveiðileyfin streyma út

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Fjögur hundruð og fimm bátar eru búnir að fá leyfi til strandveiða, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra og er heildarkvóti þeirra á þessu fiskveiðiári þegar að verða upp urinn á sumum svæðum. Leyfishafar sækja mjög stíft, og margir á fleytum, sem talið var að ekki færu á sjó framar, þar til strandveiðin var heimiluð. Búast má við öðru áhlaupi þegar nýtt fiskveiðár gengur í garð fyrsta september. Það verða því tvö veiðitímabil í ár, en síðan eitt á ári upp frá því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×