Innlent

Heimsmetabræður í Reykjavíkurhöfn

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Bræður sem sett hafa heimsmet í siglingu á opnum mótorbáti yfir Atlantshafið komu til Reykjavíkurhafnar í morgun.

Bræðurnir Robert og Ralph Brown lögðu af stað frá Flórída 27. júní síðastliðinn. Þeir hafa því samtals verið á siglingu í fjörutíu og þrjá daga og silgt hátt í níu þúsund kílómetra. Þetta er minnsti mótorbátur sem siglt hefur yfir Atlantshafið en þeir eiga þegar heimsmet hjá Guinness.

Tilgangurinn er að safna fé fyrir særðar hetjur og er sjóferðin til minningar um samlanda Ralphs sem létust í sendiför til Íraks fyrir þremur áratugum.

Markmiðið með siglingunni er að er að setja nýtt heimsmet og safna um leið fé til styrktar særðum hetjum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada.

Ferðin hefur ekki verið án vandræða því á leið sinni frá Kanada til Grænlands urðu þeir næstum bensínlausir.

Eins og sést er bátuinn alveg opin, að undanskilinni smá hlíf yfir stýrisbúnaðinn. Ralph segir þetta snúast meira um öryggi en þægindi og þeir sofi undir berum himni. Sama hvernig viðrar.

Kuldinn og bleytan hefur ekki farið sérlega vel með þá bræður og fætur þeirra voru ennþá dofnir eftir kuldann við Grænland.

Ralph og Robert gera ráð fyrir að vera á Íslandi í að minnsta kosti viku. Því næst tekur við sligling til Bretlands og Frakklands en ferðin endar í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×